Gengu í það heilaga á Bókasafni Kópavogs: „Okkur líður vel í kringum bækur“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. febrúar 2020 11:30 Einstök athöfn í Kópavoginum. „Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri. Kópavogur Tímamót Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
„Við trúum augljóslega ekki á guð en okkur langaði að gifta okkur á stað sem er skemmtilegur,“ segir Ragnheiður Ásta Karlsdóttir sem gekk að eiga Viktor Alex Brynjarsson á Bókasafni Kópavogs á laugardaginn. Helga Einarsdóttir athafnastjóri hjá Siðmennt gaf brúðhjónin saman en hún er einnig starfsmaður bókasafnsins. „Okkur datt þessi staðsetning í hug og með tímanum urðum við alltaf meira og meira skotin í þessari hugmynd. Við prófuðum að senda þeim tölvupóst og þeim leist rosalega vel á þetta. Af öllum stöðunum sem okkar datt í hug var þetta svona besta hugmyndin. Okkur líður vel í kringum bækur, erum bæði úr Kópavoginum og ég var rosalega mikið á bókasafninu þegar ég var lítil. Þetta var líka bara aðeins öðruvísi.“ Ragnheiður er heldur betur sátt við þessa ákvörðun þeirra hjóna. „Þetta var betra en við gátum ímyndað okkur og var bara allt sem við vildum og meira. Við sjáum ekki eftir þessari ákvörðun í eitt augnablik og þetta var það besta sem við gátum gert.“ Óboðinn gestur grét Hjónin létu pússa sig saman á 1. hæð bókasafnsins og voru 130 gestir mættir í athöfnina. „Það voru svona 110 á okkar vegum og síðan voru þarna bara venjulegir gestir bókasafnsins. Þegar við gengum út eftir athöfnina kom strax til okkar fólk og var að segja að þetta hefði verið svo fallegt og flott athöfn. Ein stelpa sagðist hafa verið upp á svölum að hlusta og hafi farið að gráta. Hún sagði að þetta hafi verið fyrsta brúðkaupið sem hún hafi verið viðstödd í og henni hafi ekki einu sinni verið boðið.“ Þetta er í fyrsta skiptið sem óskað hefur verið eftir því að fá að gifta sig á bókasafninu en brúðhjónin eru bæði tölvunarfræðingar og voru mikið á safninu þegar þau voru yngri.
Kópavogur Tímamót Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira