Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 21:30 Frá Suður-Kóreu þar sem fjölmargir hafa smitast af veirunni. AP/Lee Jin-man Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. Bara í gær og í dag hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Enn eru þó lang flestir smitaðir í Kína. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Yfirvöld Íran segja minnst sextán vera dána þar í landi og er það mesti fjöldi látinna svo vitað utan landamæra Kína. Samkvæmt Írönum er þó einungis búið að staðfesta að 95 hafi smitast af veirunni. Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ríkisstjórn Donald Trump hefði áhyggjur af því að klerkastjórn Íran væri að segja ósatt um raunverulega útbreiðslu covid-19 þar í landi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnir um heiminn allan segðu satt um útbreiðslu veirunnar. Pompeo gagnrýndi einnig yfirvöld Kína og sagði að ritstjórn yfirvalda þar gæti haft lífshættulegar afleiðingar. „Ef Kína leyfði þarlendum og erlendum blaðamönnum og heilbrigðisstarfsfólki að tjá sig og framkvæma eigin rannsóknir, hefðu kínverskir embættismenn og aðrar þjóðir verið mun betur undirbúnar til að takast á við kórónuveiruna,“ sagði Pompeo. Hér má sjá myndband frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um það hvernig verjast má veirunni á ferðalögum. Fyrstu smitin greindust í Austurríki í dag en um er að ræða par frá Ítalíu sem keyrði til Innsbruck á föstudaginn. Vegna þessa hefur hóteli sem ítalska konan starfaði á verið einangrað um tíma, samkvæmt Wiener Zeitung. Konan starfar í móttöku hótelsins. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á Tenerife. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Fjöldi smitaðra hefur aukist hratt á Ítalíu á undanförnum dögum. Vitað er til þess að 322 hafi smitast af Covid-19 og eru ellefu látnir. Gripið hefur verið umfangsmikilla aðgerða á Ítalíu til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar og hafa ellefu bæir verið settir í sóttkví. Enn er þó ekki búið að uppgötva hvernig veiran barst til Ítalíu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bróðurpartur af smitunum á Ítalíu tengist Kína ekki að neinu leyti. „Þetta gerist [útbreiðsla kórónaveirunnar] þrátt fyrir að Ítalir hafi beitt skimunum og takmörkunum á sína ferðamenn. Það sýnir sig bara hvað það er erfitt, og nánast vonlaust, að gera það. Þeir hafa gripið til mjög róttækra sóttvarnaaðgerða í þessum héruðum. Þeir eru með samgöngubönn og ýmislegt þess háttar og fólk beðið um að halda sig heima og svo framvegis.“ Tímaspursmál hvenær veiran herjar á Bandaríkin Þegar kemur að Bandaríkjunum er einungis tímaspursmál hvenær veira fer að dreifa sér þar. Þetta sögðu embættismenn í heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Nancy Messonnier, frá embætti sóttvarnarlæknis Bandaríkjanna (CDC), sagði við blaðamenn í dag að eina spurningin væri hve margir myndu veikjast alvarlega. Búið er að staðfesta að um 50 manns í Bandaríkjunum hafi smitast af kórónuveirunni. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, hélt því þó fram í kvöld, þvert á CDC, að búið væri að einangra veiruna í Bandaríkjunum og hún myndi ekki dreifast frekar þar í landi. Rannsókn stendur nú yfir í Nebraska í Bandaríkjunum þar sem verið er að gera tilraunir á mögulegri lækningu á Covid-19. Seinna meir mun rannsóknin ná til 400 sjúklinga víðsvegar um heiminn. Aðrar sambærilegar rannsóknir standa einnig yfir í öðrum ríkjum. Meðal þeirra sem taka þátt í rannsókninni eru fjórtán aðilar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Fjölmargir smituðust af veirunni þar um borð og var skipið í sóttkví um tíma. Austurríki Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Verið er að grípa til umfangsmikilla aðgerða vegna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, víða um heim því á sama tíma og dregið hefur úr fjölgun smitaðra í Kína, fjölgar smituðum hratt annarsstaðar í heiminum. Bara í gær og í dag hafa komið upp ný smit í Króatíu, Austurríki, Sviss og Alsír. Enn eru þó lang flestir smitaðir í Kína. Í heildina hefur verið staðfest að rúmlega 80 þúsund eru smitaðir í rúmlega 30 löndum. Útbreiðsla veirunnar hefur valdið óróleika á fjármálamörkuðum og er fólk um allan heim að hætta við fyrirhuguð ferðalög. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Yfirvöld Íran segja minnst sextán vera dána þar í landi og er það mesti fjöldi látinna svo vitað utan landamæra Kína. Samkvæmt Írönum er þó einungis búið að staðfesta að 95 hafi smitast af veirunni. Sjá einnig: Grunur um fleiri smit íranskra valdamanna Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í dag að ríkisstjórn Donald Trump hefði áhyggjur af því að klerkastjórn Íran væri að segja ósatt um raunverulega útbreiðslu covid-19 þar í landi. Kallaði hann eftir því að ríkisstjórnir um heiminn allan segðu satt um útbreiðslu veirunnar. Pompeo gagnrýndi einnig yfirvöld Kína og sagði að ritstjórn yfirvalda þar gæti haft lífshættulegar afleiðingar. „Ef Kína leyfði þarlendum og erlendum blaðamönnum og heilbrigðisstarfsfólki að tjá sig og framkvæma eigin rannsóknir, hefðu kínverskir embættismenn og aðrar þjóðir verið mun betur undirbúnar til að takast á við kórónuveiruna,“ sagði Pompeo. Hér má sjá myndband frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni um það hvernig verjast má veirunni á ferðalögum. Fyrstu smitin greindust í Austurríki í dag en um er að ræða par frá Ítalíu sem keyrði til Innsbruck á föstudaginn. Vegna þessa hefur hóteli sem ítalska konan starfaði á verið einangrað um tíma, samkvæmt Wiener Zeitung. Konan starfar í móttöku hótelsins. Þá eru sjö Íslendingar í sóttkví á hóteli á Tenerife. Sjá einnig: Mikill viðbúnaður við hótelið á Tenerife Fjöldi smitaðra hefur aukist hratt á Ítalíu á undanförnum dögum. Vitað er til þess að 322 hafi smitast af Covid-19 og eru ellefu látnir. Gripið hefur verið umfangsmikilla aðgerða á Ítalíu til að sporna gegn frekari dreifingu veirunnar og hafa ellefu bæir verið settir í sóttkví. Enn er þó ekki búið að uppgötva hvernig veiran barst til Ítalíu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag að bróðurpartur af smitunum á Ítalíu tengist Kína ekki að neinu leyti. „Þetta gerist [útbreiðsla kórónaveirunnar] þrátt fyrir að Ítalir hafi beitt skimunum og takmörkunum á sína ferðamenn. Það sýnir sig bara hvað það er erfitt, og nánast vonlaust, að gera það. Þeir hafa gripið til mjög róttækra sóttvarnaaðgerða í þessum héruðum. Þeir eru með samgöngubönn og ýmislegt þess háttar og fólk beðið um að halda sig heima og svo framvegis.“ Tímaspursmál hvenær veiran herjar á Bandaríkin Þegar kemur að Bandaríkjunum er einungis tímaspursmál hvenær veira fer að dreifa sér þar. Þetta sögðu embættismenn í heilbrigðisráðuneyti landsins í dag. Nancy Messonnier, frá embætti sóttvarnarlæknis Bandaríkjanna (CDC), sagði við blaðamenn í dag að eina spurningin væri hve margir myndu veikjast alvarlega. Búið er að staðfesta að um 50 manns í Bandaríkjunum hafi smitast af kórónuveirunni. Larry Kudlow, efnahagsráðgjafi Trump, hélt því þó fram í kvöld, þvert á CDC, að búið væri að einangra veiruna í Bandaríkjunum og hún myndi ekki dreifast frekar þar í landi. Rannsókn stendur nú yfir í Nebraska í Bandaríkjunum þar sem verið er að gera tilraunir á mögulegri lækningu á Covid-19. Seinna meir mun rannsóknin ná til 400 sjúklinga víðsvegar um heiminn. Aðrar sambærilegar rannsóknir standa einnig yfir í öðrum ríkjum. Meðal þeirra sem taka þátt í rannsókninni eru fjórtán aðilar sem voru um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Fjölmargir smituðust af veirunni þar um borð og var skipið í sóttkví um tíma.
Austurríki Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íran Ítalía Kína Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Áttatíu ár frá frelsun Auschwitz: „Ég hverf aftur til Auschwitz á hverjum degi“ Lúkasjenka lýstur sigurvegari umdeildra forsetakosninga Segja yfirvöld hafa komið í veg fyrir björgun þriggja drengja Íbúar Norður-Gasa farnir að snúa aftur heim Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent