Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. febrúar 2020 07:44 Duncan Laurence flytur sigurlagið í Eurovision á sviðinu í Tel Aviv í Ísrael í maí í fyrra. Vísir/getty Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag. Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. Þegar hefur þurft að aflýsa viðburði á vegum Eurovision vegna veirunnar á Ítalíu. Gripið hefur verið til umfangsmikilla aðgerða vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid19 um allan heim. Veiran breiðist nú hratt um Evrópu en á síðustu dögum hafa komið upp smit í Króatíu, Austurríki og Sviss. Smitin eru rakin til Ítalíu, þar sem nokkur hundruð eru smitaðir og heilu bæirnir hafa verið settir í sóttkví. Fylgjast náið með þróun mála Eurovision verður haldin í Rotterdam í Hollandi dagana 12., 14. og 16. maí. EBU segir í svari við fyrirspurn Vísis að sambandið fylgist náið með þróun mála er varða veiruna. Gripið verði til nauðsynlegra ráðstafana samkvæmt leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni og heilbrigðisyfirvöldum í viðeigandi löndum. Þá var ákveðið í samráði við yfirvöld á Ítalíu að fresta Dögum stafrænnar fjölmiðlunar (e. Digital Media Days), viðburði á vegum Eurovision sem fara átti fram dagana 12. og 13. mars í Mílanó. Veiran hefur breiðst afar hratt út í landinu, líkt og áður segir, og hafa „Við munum halda áfram að fylgjast með þróun mála annars staðar í Evrópu. Hvað sem því líður er ekki tímabært að við tjáum okkur um aðrar mögulegar sviðsmyndir.“ Sjá einnig: Smituðum fjölgar í Evrópu og víðar Fresta hefur þurft skipulögðum mannamótum og stórum viðburðum víða í heiminum vegna kórónuveirunnar. Þannig hefur ítalska knattspyrnusambandið þurft að fresta leikjum í ítölsku deildinni og halda kappleiki fyrir luktum dyrum. Þá hafa verið vangaveltur uppi um hvort fresta þurfi Ólympíuleikunum í Tókýó í Japan í sumar. Heilbrigðisráðherra Japans sagði á blaðamannafundi í gær að ekki væri tímabært að velta því upp hvort aflýsa ætti leikunum. Stefna stjórnvalda væri að gera ráðstafanir vegna veirunnar strax. Íslendingar munu velja fulltrúa sinn í Eurovision árið 2020 næstkomandi laugardag.
Eurovision Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Ítalía Tengdar fréttir „Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00 Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45 Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
„Of snemmt að tala um að aflýsa Ólympíuleikunum“ Margir hafa áhyggjur af Ólympíuleikunum í sumar vegna óvissuástandsins vegna Covid19 kórónuveirunnar. 25. febrúar 2020 21:00
Íslenskur hjúkrunarfræðingur á Tenerife segir viðbrögð Spánverjanna traustvekjandi Anna Sigrún Baldursdóttir villtist af leið í morgunskokki sínu og endaði í umstanginu við hótelið á Tenerife 25. febrúar 2020 11:45
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45