Stærðfræðingur sem ruddi brautina fyrir svartar vísindakonur látin Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2020 10:00 Obama smellti kossi á Johnson þegar hann veitti henni frelsisorðu Bandaríkjaforseta árið 2015. Vísir/EPA Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020 Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Katherine Johnson, stærðfræðingur hjá bandarísku geimvísindastofnuninni NASA, er látin, 101 árs gömul. Johnson var á meðal þeirra sem reiknuðu út braut Apollo 11-tunglferjunnar handvirkt og varð saga hennar sem brautryðjandi fyrir svartar konur í vísindaheiminum efni í Hollywood-kvikmynd árið 2016. Þrátt fyrir að hafa leikið lykilhlutverk í mönnuðum tunglferðum Bandaríkjanna á 7. áratug síðustu aldar hlaut Johnson og aðrar konur sem störfuðu fyrir NASA litla frægð eða viðurkenningu fyrir störf sín. Johnson var svonefnd „tölva“ sem þá var starfsheiti yfir hóp kvenna sem notaði reiknistokka og vélrænar reiknivélar til þess að staðfesta flókna útreikninga yfirmanna þeirra sem voru yfirleitt hvítir karlmenn á þeim tíma. Washington Post segir að þegar Johnson hóf störf fyrir NASA árið 1953 hafi hún verið skilgreind sem „án fullra starfsréttinda“. Engu að síður voru það útreikningar hennar og fleiri kvenna sem gerðu Bandaríkjamönnum kleift að senda menn á braut um jörðina og til tunglsins. Barack Obama, þáverandi Bandaríkjaforseti, heiðraði Johnson fyrir framlag hennar með frelsisorðu forsetans árið 2015, það er æðsta orða sem óbreyttum borgurum er veitt í Bandaríkjunum. „Katherine G. Johnson neitaði að láta væntingar samfélagsins til kyns hennar og kynþáttar takmarka sig um leið og hún færði út mörk mannkynsins,“ sagði Obama þegar hann veitti Johnson orðuna. Persóna Johnson var í aðalhlutverki í kvikmyndinni „Faldar fígúrur“ [e. Hidden Figures] sem kom út ári síðar. Taraji Henson fór með hlutverk Johnson. Í kjölfar vinsælda kvikmyndarinnar gerði Johnson lítið úr framlagi sínu til tunglferðanna. „Það var ekkert við þetta, ég var bara að vinna vinnuna mína,“ sagði hún við Washington Post árið 2017. Jim Bridenstine, forstjóri NASA, var á öðru máli í yfirlýsingu vegna andláts Johnson í dag. Sagði hann að Johnson hefði hjálpað bandarísku þjóðinni að stækka landamærin að geimnum á sama tíma og hún opnaði dyr fyrir konur og þeldökkt fólk, að því er segir í frétt New York Times. Johnson fæddist í Vestur-Virgínu í ágúst árið 1918 og var sögð hafa hlotið náðargáfur í stærðfræði. Hún starfaði sem kennari við skóla þar sem kynþættirnir voru skildir að áður en hún gerðist „tölva“ fyrir NASA þar sem hún vann í þrjátíu og þrjú ár. Hún andaðist í dag, á hundraðasta og öðru aldursári. With slide rules and pencils, Katherine Johnson's brilliant mind helped launch our nation into space. No longer a Hidden Figure, her bravery and commitment to excellence leaves an eternal legacy for us all: https://t.co/1D6xzQNWrg pic.twitter.com/pvUvoRhuxp— NASA (@NASA) February 24, 2020
Andlát Bandaríkin Vísindi Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira