Ósnertanlegur Aron Guðmundsson skrifar 26. febrúar 2020 10:00 Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar Sjá meira
Ég taldi mig og mína vera ósnertanlega, eins skrýtið og það virðist hljóma. En það er kannski þannig sem maður upplifir sig þegar maður hefur ekki staðið frammi fyrir áföllum og missi. Mín æska var góð og uppfull af hamingju. Ég bjó á Ísafirði, gat þar notið frelsisins sem staðurinn hafði uppá að bjóða. Möguleikarnir voru endalausir. Á þeim tíma tók maður lífinu sem sjálfsögðum hlut. Árið 2013 þegar ég var rétt að verða tvítugur berast mér og bræðrum mínum tveimur þær fréttir að mamma hafði greinst með sjúkdóm að nafninu MND. Taugahrörnunarsjúkdómur sem hefur enn þann dag í dag ekki fundist lækning við. Áfallið var mikið. Meðal lífslíkur sjúklinga eru taldar vera á bilinu 2-5 ár. Mamma barðist hetjulega við sjúkdóminn í tvö ár. Á þeim tíma fannst ekki lækning og því þurfti einhvað að láta undan, mamma lést árið 2015. Á þessu tímabili horfði ég upp á ástvin verða veikari með tímanum. Ég gat ekki fundið lækningu við MND en ég gat verið til staðar og hjálpað eins og ég gat. Það er á þessum tímapunkti þar sem lífið var sett í samhengi fyrir mér. Það er enginn ósnertanlegur, við getum bara verið vís með daginn í dag. Það var ljóst þegar mamma greindist með sjúkdóminn hvaða manneskju hún hafði að geyma. Hver dagur skipti máli og draumar urðu að veruleika á meðan hún gat gert þá að veruleika. Hún og pabbi fóru saman í sín draumaferðalög og nutu sín saman. Sorgin er flókið fyrirbæri. Það er erfitt að sætta sig við ástvinamissi, sérstaklega þegar maður var rétt orðinn tvítugur. Ég átti eftir að upplifa svo margt með mömmu. Lífið heldur áfram og maður reynir að koma sér aftur á beinu braut lífsins með bakpokann sem maður hefur borið á bakinu allt sitt líf. Bakpokinn var orðinn aðeins þyngri núna en það var ekki í boði að láta undan þunganum. Ég hélt áfram með það í huga að nýta minn tíma á þessari jörð. Náði mér í háskólagráðu og reyndi að sinna mínum draumum eins og ég gat. Ég flutti aftur heim til Ísafjarðar og bjó hjá pabba. Maður skyldi halda að eitt svona áfall væri meira en nóg, lífið átti eftir að veita mér og mínum eitt högg til viðbótar. Pabbi féll frá sumarið 2019 og það skyndilega. Áfallið var af öðrum toga, aðdragandinn var enginn. Á þessum tímapunkti fannst mér alveg eins gott að jörðin myndi gleypa mig. Fram að þessu höfðum við tekist á við fráfall mömmu saman. Ég myndi segja að við höfðum alveg verið að komast aftur á rétt skrið í lífinu. En að því er ekki spurt, heldur situr maður eftir með spurningar. Í þessum pistli hleyp ég nokkuð hratt yfir söguna. Með þessu vil ég opna á sögu mína og reynslu. Við þurfum öll að takast á við áföll og missi á einhverjum tímapunkti. Við getum aldrei verið vís með neitt nema daginn í dag. Fyrst taldi ég mig vita betur en allir aðrir. Það myndi ekki hjálpa neitt að leita mér aðstoðar, ég veit betur núna. Það ætti enginn að bera slíka byrði einn. Með því að tala um hlutina og opna á umræðu um þá erum við á sama tíma að takast á við þá og horfast í augu við þá. Ég held áfram að feta lífsins leið með bakpokann minn. Þyngdin á honum er farin að taka í en hún mun ekki verða mér ofviða. Sorgin mun aldrei hverfa, maður lærir smám saman að lifa með henni. Það er í okkar höndum að nýta hvern dag sem við fáum. Grípum hvert tækifæri, hlúum að fólkinu okkar og lifum lífinu lifandi. „ Ég á mínar stundir og tek mér þá göngu um táradali lífs míns. En sem betur fer hafa þetta verið stuttar göngur. Ég kýs frekar að taka mér gönguferð með samferðafólki mínu í birtunni sem það fólk sendir frá sér .“ - Ingibjörg S. Guðmundsdóttir (Mamma) Höfundur er nemi í blaða- og fréttamennsku við Háskóla Íslands.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Skoðun Íhlutun Bandaríkjanna í Venesúela: Auðlindaránið í heimsvaldastefnunni og hræsnin í „stríðinu gegn fíkniefnum“ Sæþór Benjamín Randalsson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun