Erlent

Á þriðja tug brúð­kaups­gesta látnir eftir rútu­slys á Ind­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Rútan hafnaði í ánni Maze þegar slysið varð.
Rútan hafnaði í ánni Maze þegar slysið varð. AP

Að minnsta kosti 24 eru látnir eftir að rúta fór út af veginum og hafnaði í fljóti í vestanverðu Indlandi. Fólkið um borð voru gestir í brúðkaupi, að því er fram kemur í yfirlýsingu lögreglu.

Erlendir fjölmiðlar segja rútubílstjórann hafa misst stjórn á rútunni eftir að sprakk á einu dekkinu. Rútunni var ekið eftir hraðbraut þegar slysið varð.

Alls komust fimm manns lífs af og voru þeir fluttir á sjúkrahús. Slysið varð skammt frá Kota í Rajasthan-héraði, um fimm hundruð kílómetrum suður af höfuðborginni Delí.

Banaslys í umferðinni eru tiltölulega algeng á Indlandi og er áætlað að um 150 þúsund manns láti lífið í umferðinni á ári hverju.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×