Foreldrar uggandi vegna áframhaldandi verkfalls Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. febrúar 2020 18:48 Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Foreldrar eru uggandi yfir stöðunni í kjaradeilu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Enginn fundur hefur verið boðaður í deilunni eftir að upp úr slitnaði í viðræðum í gær. Ekki sér fyrir endann á ótímabundnu verkfalli Eflingar. Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar hjá Reykjavíkurborg, sem starfa í grunn- og leikskólum, heimaþjónustu og þjónustumiðstöðvum, hefur nú staðið í ellefu daga. Samninganefndir Reykjavíkurborgar og Eflingar voru leiddar saman á fund skömmu fyrir klukkan sex í gær sem lauk á nokkrum mínútum þegar samninganefnd Eflingar gekk á dyr. Ruslatunnur og -geymslur eru teknar að fyllast við heimilis fólks. Þær hafa ekki verið tæmdar í rúma viku. Göngu- og hjólastígar eru ekki ruddir þrátt fyrir ófærðina sem nú er í borginni. Þá er heimaþjónusta aldraðra og búsetuaðstoð í lágmarki þó einhverjar undanþágur séu í gildi. Skert þjónusta er í grunn- og leikskólum borgarinnar. Síðustu ellefu daga hafa foreldrar þurft að gera ráðstafanir með börn sín og svo verður áfram á meðan verkfall varir. Foreldar skilja að sé áríðandi sé að hækka launin en eru uggandi yfir framhaldinu. Linda Rós Alferðsdóttir, segir barn sitt orðið langþreytt á löngu verkfalli.Vísir/Baldur Barnið orðið langþreytt á þessu ástandi Þetta er mjög erfitt. Barnið er orðið mjög þreytt, langþreytt á þessu ástandi og þetta er mikið að reyna að skipuleggja alla daga,“ segir Linda Rós Alfreðsdóttir, foreldri barns. „Börnin mín hafa lítið fengið að fara í leikskólann það er til dæmis lokuð alveg deildin hjá yngri í dag. hann fær tíu klukkustundir á þremur dögum í þessari viku. Svo erum við með annan sem er ekkert endilega á sömu tímum í leikskólanum. þetta er mikið púsluspil,“ segir Sveinborg H. Gunnarsdóttir, foreldri tveggja leikskólabarna. „Ég get viðurkennt það að ég varð örvæntingafull í gær þegar ég sá það að hurðum var skellt eftir fimm mínútna samtal,“ segir Linda. Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ seigr Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda. Sveinborg H. Gunnarsdóttir er foreldri sem hefur þurft að gera ráðstafanir vegna tveggja barna sinna.Vísir/Egill Skilur þú hvar ber í milli í deilunni? „Nei, ég hef ekki hugmynd um það því það virðast ekki vera neinar haldbærar upplýsingar að koma fram út á hvað þessi tilboð ganga,“ segir Sveinborg. „Ég hef skilning á því að það sé verið að berjast fyrir laununum, ég hef sjálf unnið sem leiðbeinandi og veit að það er ekkert auðvelt en hins vegar hef ég ekki skilning á að fólk geti ekki setið í sama herbergi í meira en fimm mínútur, þegar það er þeirra hlutverk að semja,“ segir Linda.
Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30 Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49 Mest lesið Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Innlent Mjög alvarlegt tilfelli Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Innlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Innlent Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Innlent Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn Innlent Fleiri fréttir Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Börnin fari út en liggi undir trampólíninu í símanum Sjá meira
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18
Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. 26. febrúar 2020 18:30
Segist „að sjálfsögðu“ standa við tilboð sitt Borgarstjóri harmar að ekki hafi gengið hraðar að ná samningum milli Reykjavíkurborgar og Eflingar. 27. febrúar 2020 10:49