Formaður SI segir ruðningsáhrif af lokun Isal verða gríðarleg Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 13:00 Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI. Vísir/Vilhelm Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir. Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar í Hafnarfirði segir stöðuna hjá Isal grafalvarlega og óttast um hag starfsmannanna. Það yrði mikið högg fyrir þá og bæjarfélagið hætti fyrirtækið starfsemi. Formaður Samtaka iðnaðarins segir að lokun Isal myndi hafa gríðarleg áhrif á fjölmörg önnur fyrirtæki og starfsmenn þeirra. Drög að kjarasamningi við starfsfólk Isal hafa legið fyrir tilbúin til undirritunar frá því hinn 24. janúar. Kolbeinn Gunnarsson formaður verkalýðsfélagsins Hlífar segir að stjórn Isal hafi yfirleitt gengið frá kjarasamningi við félögin í Straumsvík. Það hafi hins vegar ekki gerst núna. „Þá þurfti að fá heimild frá Rio Tinto. Okkur fannst það svolítið skrýtið. Við höfum aldrei lent í slíkri samningagerð áður, að upplifa að menn sem sitja á móti okkur og eru að semja eru svo samningslausir, eða hafa ekki umboð til að ganga frá kjarasamningi þegar kemur að enda,“ segir Kolbeinn. Samningsdrögin séu í samræmi við lífskjarasamningana og ekki komi til greina að semja um minni launalækkanir en þar sé kveðið á um. „Ég held að það sé engin staða til þess. Vegna þess að við sátum raunverulega eftir í síðustu samningum, eftir miðlunartillöguna sem var lögð fram árið 2015. Ég held að það væri enginn vilji til að fara að gefa eitthvað meira eftir en almennt er samið um í samfélaginu,“ segir formaður Hlífar. Ef verksmiðjan loki yrði það mikið högg fyrir um 500 starfsmenn og Hafnarfjarðarbæ. Undir þetta tekur Guðrún Hafsteinsdóttir formaður Samtaka iðnaðarins. „Það er ekki bara það að Isal sé eitt af okkar stærstu og öflugustu félögum innan Samtaka iðnaðarins. Heldur er einnig gríðarlegur fjöldi annarra félagsmanna okkar sem hefur lifibrauð sitt af fyrirtækinu og hefur haft í áratugi,“ segir Guðrún. Ruðningsáhrifin yrðu gríðarleg en áætla megi að rúmlega 1.200 manns hafi atvinnu utan veggja álversins af starfsemi sem tengist því. Þá sé útflutningsverðmæti Isal um 60 milljarðar króna á ári. „Það yrði einnig gríðarlegt högg fyrir Landsvirkjun í raforkusölu. Þeir myndu ekki koma því rafmagni svo auðveldlega í vinnslu aftur,“ segir formaður Samtaka iðnaðarins. Eftir hrun hafi erlend fjárfesting forðast Ísland eins og heitan eldinn. „Þá var það Isal sem hafði trú á Íslandi og kom hér inn með fjárfestingu upp á 60 milljarða. Þeir stóðu þá með Íslandi og ég spyr ætlar Ísland þá að standa með Isal þegar gefur ár bátinn hjá þeim,“ spyr Guðrún Hafsteinsdóttir.
Hafnarfjörður Kjaramál Stóriðja Vinnumarkaður Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira