Iðnaðarráðherra myndi fagna því að orkuverð til stóriðju yrði opinbert Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2020 20:15 Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðarráðherra. Vísir/vilhelm Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún. Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Iðnaðarráðherra segir að það myndi hjálpa ef allt væri upp á borðum við mat á stöðu Isal, þar með raforkuverðið. Þá muni óháð úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar í landinu liggja fyrir áður en Isal tekur ákvörðun um framtíð sína á Íslandi. Eigendur Isal þrýsta á Landsvirkjun og íslensk stjórnvöld að lækka raforkuverð til álversins í Straumsvík og lýstu því yfir í gær að svo gæti farið að álverinu verði lokað fáist ekki betri kjör.Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir iðnaðarráðherra kynnti hins vegar í síðustu viku að farið yrði í óháða úttekt á samkeppnishæfni orkufreks iðnaðar á Ísland. „Þessi óháða úttekt mun skipta miklu máli. Þar sem fyrirtækið mun milliliðalaust fá upplýsingar frá bæði Landsvirkjun og þessum stóru fyrirtækjum sem við seljum nánast alla raforku til. Þannig að það er staðan eins og hún sé akkúrat núna,“ segir Þórdís Kolbrún. Viðræður Isal við Landsvirkjun séu ný hafnar og hún ráðuneyti hennar sé ekki hluti af þeim viðræðum. En í gær greindi Isal frá því að framtíðaráform fyrirtækisins muni liggja fyrir um mitt næsta sumar. Yrði hún (úttektin) til fyrir þann tíma? „Hún verður til fyrir þann tíma. Hún á að vera klár í lok maí,“ segir Þórdís Kolbrún. Iðnaðarráðherra segir Isal mikilvægt íslenskum efnahag. Þótt núverandi kerfi væri ekki meitlað í stein og gæti tekið breytingum sé ekki verið að ræða vildarkjör fyrir einstök fyrirtæki, enda Íslendingar bundnir til að mynda EES reglum. Það yrði til bóta ef allar stærðir væru uppi á borðum. Myndi það hjálpa til ef þetta væri nú bara opinbert, hvað er verið að greiða fyrir orkuna? „Ég myndi persónulega fagna því að við næðum fram meira gagnsæi í þessum málum. Eitt er auðvitað beinn raforkukostnaður annað eru aðrir þættir í samningnum. Hvaða leið sem er fundin út úr því er það sömuleiðis atriði á milli fyrirtækja og Landsvirkjunar. En ég held að við getum ekki annað en grætt á því að fá meira gagnsæi um þessi mál þannig að ég myndi fagna því, já,“ segir Þórdís Kolbrún.
Hafnarfjörður Orkumál Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00 Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Fleiri fréttir „Algjört dauðafæri fyrir Íslendinga“ að horfa til Grænlands Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Sjá meira
Starfsfólk Isal í tvöföldu áfalli vegna mögulegrar lokunar og kjarasamninga Starfsfólk Isal er slegið yfir fréttum af mögulegri lokun álversins í Straumsvík og segir áfallið tvöfalt þar sem eigendur hafi stoppað undirritun kjarasamninga. 12. febrúar 2020 20:00
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45