Það verður íslenskur, enskur og spænskur fótbolti í beinni útsendingu á íþróttarásum Stöðvar 2 í kvöld auk þess sem sýnt verður beint frá bestu mótaröðunum í golfi.
Kvöldið hefst á leik Fjölnis og Stjörnunnar sem mætast í Egilshöll í fyrsta leik sínum í Lengjubikar karla í fótbolta þetta árið. Fjölnismenn verða nýliðar í Pepsi Max-deildinni í sumar en Stjörnumenn mæta til leiks með þjálfarana Ólaf Jóhannesson og Rúnar Pál Sigmundsson saman í brúnni.
Á Stöð 2 Golf heldur keppni áfram í Kaliforníu þar sem bestu kylfingar heims eru mættir á The Genesis mótið. Keppni heldur sömuleiðis áfram á LPGA-mótaröðinni í nótt þegar leikið verður á opna ástralska mótinu.
Hull og Swansea mætast í ensku B-deildinni en með sigri blandar Swansea sér af krafti í baráttuna um sæti í umspilinu um úrvalsdeildarsæti.
Í spænsku 1. deildinni tekur Valencia á móti Atlético Madrid og getur með sigri komist upp fyrir Atlético í 4. sæti, sem gefur þátttökurétt í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð.
Beinar útsendingar dagsins:
18.50 Fjölnir - Stjarnan (Stöð 2 Sport 2)
19.00 The Genesis Invitational (Stöð 2 Golf)
19.40 Hull City - Swansea (Stöð 2 Sport)
19.50 Valencia - Atlético Madrid (Stöð 2 Sport 3)
02.00 ISPS Handa Women's Australian Open (Stöð 2 Golf)
Í beinni í dag: Fótbolti í Valencia og Egilshöll | Bestu kylfingarnir mætast
