Verslunarstjórinn Ásdís Ýr Aradóttir fór á kælinámskeið á sínum tíma og má segja að það hafi breytt lífi hennar. Og í framhaldi af því hefur hún meðal annars komið sér upp frystikistu í bílskúrnum sem hún fer ofan í til þess að kæla sig.
Og hún fer einnig iðulega á stuttermabolnum út í kuldann og skefur af bílnum með berum höndum. Þetta varð til þess að hún læknaði hjá sér ýmsa kvilla bæði andlega og líkamlega svo sem bólgur, höfuðverki, bakverki, magaverki og fleira og streitu og kulnun og svo hefur þetta haft jákvæð áhrif á þyngdarstjórnun hennar.
Vala Matt hitti Ásdísi í Íslandi í dag í gær og segir hún að þetta hafa algjörlega breytt lífi sínu
Vala fór heim til Ásdísar á Selfossi og Ásdís fór meðal annars ofan í frystikistuna í þættinum en hér að neðan má sjá þáttinn.