Segist kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:45 Atvikið átti sér stað í Bankastræti um helgina. Mynd er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00
Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30