Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 20:18 Caroline Flack lést á laugardag. Vísir/Getty Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Sjá meira
Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57