Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Sylvía Hall skrifar 17. febrúar 2020 20:18 Caroline Flack lést á laugardag. Vísir/Getty Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. Flack lést á laugardag eftir að hafa svipt sig lífi. Þetta er í fyrsta sinn sem Lygo tjáir sig um andlát hennar en framleiðendur þáttanna hafa verið gagnrýndir fyrir það að hafa ekki sýnt henni nægilegan stuðning eftir að hún steig til hliðar. Ástæða þess var ákæra á hendur henni fyrir líkamsárás á kærasta sinn en hún neitaði ávallt sök og var kærasti hennar jafnframt mótfallinn því að hún yrði ákærð. Sjá einnig: Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni „Allir hjá ITV eru gjörsamlega miður sín og eru enn að reyna að vinna úr þessum hræðilegu fréttum,“ segir Lygo í yfirlýsingunni. Hann segir Flack hafa verið mikilvægan þátt í velgengni þáttanna frá upphafi og henni hafi alltaf staðið til boða að koma aftur. „Þegar Caroline steig til hliðar gerði ITV henni ljóst að dyrnar stæðu opnar fyrir hana ef hún vildi snúa aftur og Love Island framleiðsluteymið var í reglulegum samskiptum við hana og sýndi henni stuðning undanfarna mánuði.“ Sjálfsvíg Flack er það þriðja á tveimur árum sem tengist þáttunum. Tveir fyrrverandi þátttakendur hafa þannig svipt sig lífi, annars vegar Sophie Gradon og hins vegar Mike Thalassitis. Áhorfendur fóru í kjölfarið að láta áhyggjur sínar í ljós af sálarlífi þátttakenda í þáttunum og illri meðferð á þeim. „Caroline elskaði Love Island og var opinská um stuðning sinn við þáttinn. Áhorfendur gátu tengt við hana og hún við þá og það var stór hluti af velgengni þáttanna. Við munum öll sakna hennar mjög mikið.“Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bíó og sjónvarp Bretland Tengdar fréttir Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Fyrrverandi þáttastýra Love Island fannst látin Breska sjónvarpsstjarnan Caroline Flack er látin, 40 ára að aldri. Hún fannst látin í íbúð sinni í London í dag. 15. febrúar 2020 18:17
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57