Gylfi einn gegn vaxtalækkun Stefán Ó. Jónsson skrifar 19. febrúar 2020 16:46 Í peningastefnunefnd sitja Ásgeir Jónsson, formaður, Rannveig Sigurðardóttir, Þórarinn G. Pétursson, Katrín Ólafsdóttir og Gylfi Zoëga. sí Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér. Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Þrír af fjórum meðlimum peningastefnunefndar Seðlabankans, sem sátu fundi í aðdraganda vaxtaákvörðunar þann 5. febrúar síðastliðinn, vildu lækka stýrivexti um 0,25 prósentur. Sá fjórði, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, var lækkuninni hins vegar mótfallinn og vildi halda vöxtunum óbreyttum. Lækkunin var því ofan á, stýrivextir voru lækkaðir um 0,25 prósentur og eru meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, 2,75 prósent í dag. Í fundargerð peningastefnunefndar, sem birt var á vef Seðlabankans nú síðdegis, er aðdragandinn að ákvörðuninni rakinn. Peningastefnunefndin hafi rætt efnahagshorfur á innlendum og erlendum vettvangi og að endingu rökrætt þá möguleika að halda vöxtum óbreyttum eða lækka þá um 0,25 prósentur. „Helstu rökin fyrir því að hafa óbreytta vexti væru þau að þrátt fyrir að efnahagshorfur hefðu versnað væri innlent kostnaðarstig orðið hátt sem rekja mætti m.a. til mikilla launahækkana á undanförnum árum sem hefðu veikt samkeppnisstöðu útflutningsatvinnugreina,“ segir í fundargerðinni og bætt við að stýrivaxtalækkun myndi „ein og sér ekki leysa þann kostnaðarvanda sem er fyrir hendi í þjóðarbúinu.“Hér að neðan má sjá þegar stýrivaxtalækkunin var kynnt og rökstudd. Fleiri rök eru tínd til; horfur séu á að launakostnaður á framleidda einingu muni hækka nokkuð umfram verðbólgumarkmið auk þess sem enn eigi eftir að ljúka við hluta kjarasamninga opinberra starfsmanna. Órói á vinnumarkaði hafi einnig aukist að undanförnu. Því næst eru rökin fyrir stýrivaxtalækkun tiltekin, sjónarmiðið sem varð hlutskarpara sem fyrr segir. Efnahagshorfur hafi versnað og útlit fyrir að verðbólga yrði minni á næstu árum en áður var gert ráð fyrir. „Í ljósi þess að taumhald peningastefnunnar hefði aukist og fjármálaleg skilyrði fyrirtækja versnað væri rétt að draga úr peningalegu aðhaldi. Þar sem verðbólguvæntingar væru við markmið á flesta mælikvarða gerði það peningastefnunni kleift að nýta svigrúmið sem væri til staðar,“ segir í rökstuðningnum. Að þessum umræðum loknum lagði seðlabankastjóri, Ásgeir Jónsson sem jafnframt er formaður peningastefnunefndar, til að greiða atkvæði milli þessara tveggja valmöguleika, vaxtalækkun eða halda þeim óbreyttum. Ásgeir, Rannveig Sigurðardóttir og Katrín Ólafsdóttir greiddu atkvæði með tillögunni. Gylfi Zoëga greiddi atkvæði gegn tillögu seðlabankastjóra og vildi halda vöxtum óbreyttum. Fundargerð peningastefnunefndar má nálgast hér.
Efnahagsmál Íslenska krónan Seðlabankinn Tengdar fréttir Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56 Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Stýrivextir lækka í 2,75 prósent Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að lækka vexti bankans um 0,25 prósentur. 5. febrúar 2020 08:56