Sjáðu Liverpool stjörnuna afgreiða KR-inga síðast þegar þeir mættu Celtic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Virgil van Dijk vann skosku deildina tvisvar með Celtic og hefur nú unnið ensku deildina með Liverpool. Getty/Danny Lawson Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira
Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Fleiri fréttir Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Sjá meira