Sjáðu Liverpool stjörnuna afgreiða KR-inga síðast þegar þeir mættu Celtic Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2020 09:00 Virgil van Dijk vann skosku deildina tvisvar með Celtic og hefur nú unnið ensku deildina með Liverpool. Getty/Danny Lawson Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45. Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira
Celtic fær KR í heimsókn í kvöld í forkeppni Meistaradeildarinnar en þegar liðin mættust síðasta á sama stað og við sama tilefni þá var í Celtic liðinu einn besti varnarmaður heims í dag. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, þekkir það að mæta með KR-liðið sitt til Skotlands í leik á móti Celtic en hann þarf ekki að hafa áhyggjur af hollenska varnartröllinu Virgil van Dijk að þessu sinni. Celtic vann 4-0 sigur á KR í forkeppni Meistaradeildarinnar í júlí 2014 eða fyrir rúmum sex árum síðan. Virgil van Dijk og Teemu Pukki, báðir stjörnur í ensku úrvalsdeildinni á síðustu leikíð, skoruðu báðir tvívegis í leiknum. Virgil van Dijk was on target as @celticfc beat KR Reykjavik 4-0 at Murrayfield for a 5-0 aggregate win #UCL pic.twitter.com/6OILnonCuD— SPFL (@spfl) July 22, 2014 Þetta var seinni leikur liðanna en Celitc hafði unnið 1-0 sigur á KR-velli í fyrri leiknum. Að þessu sinni er bara einn leikur vegna kórónuveirunnar og hann fer fram í kvöld. Leikurinn í kvöld fer fram á áhorfendalausum Celtic Park í Glasgow en fyrir sex árum var spilað á Murrayfield í Edinborg af því að Celtic Park var upptekinn vegna Samveldisleikanna. Virgil van Dijk skoraði bæði mörkin sín eftir hornspyrnur og bæði á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það fyrra af stuttu færi á 13. mínútu og það seinna með skalla á 20. mínútu. Í báðum tilfellum var Hollendingurinn að taka annan bolta í teignum. Teemu Pukki skoraði þriðja og fjórða markið á 27. og 71. mínútu leiksins. Það má sjá mörkin þeirra og svipmyndir frá leiknum hér fyrir neðan. watch on YouTube Celtic seldi Virgil van Dijk til Southampton rúmu ári síðan fyrir þrettán milljónir punda. Hann var leikmaður Southampton til ársloka 2017 þegar Liverpool gerði hann að að dýrasta varnarmanni heims með því að borga 75 milljónir punda fyrir hann. Teemu Pukki átti einnig eftir að komast í ensku úrvalsdeildina. Hann var reyndar fyrst lánaður til danska félagsins Bröndby nokkrum mánuðum eftir KR-leikinn og fór síðan til Norwich á frjálsri sölu í júní 2018. Teemu Pukki hjálpaði Norwich upp í ensku úrvalsdeildina á sínu fyrsta tímabili og var síðan kosinn besti leikmaður mánaðarins í fyrsta mánuði sínum í deildinni, ágúst 2019. Pukki skoraði alls 11 mörk á sínu fyrsta tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Leikur Celtic og KR verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsendingin klukkan 18.35 en leikurinn klukkan 18.45.
Meistaradeild Evrópu Skotland KR Mest lesið Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum Íslenski boltinn Leik lokið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Íslenski boltinn Þriðja tap Liverpool í röð Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Íslenski boltinn Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Íslenski boltinn Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Enski boltinn Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Enski boltinn „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Íslenski boltinn Arsenal á toppinn Enski boltinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Enski boltinn Fleiri fréttir Valur - Stjarnan | Evrópubaráttan í algleymi Sjáðu stoðsendingaþrennu Bonny og enn einn sigur Bayern Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Real Madrid - Villarreal | Guli kafbáturinn á Bernabéu Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Þriðja tap Liverpool í röð Harry Kewell að taka við liði í Víetnam Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Upplifðu sigurstund Blika í návígi Amorim: Ekki að hugsa um að hætta Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Ísak og félagar upp í fjórða sætið og endurkoma hjá Brynjólfi Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Diljá lagði upp í níu marka sigri Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sjá meira