Shakira og Jennifer Lopez trylltu lýðinn í hálfleik Ofurskálarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 07:47 Shakira og Jennifer Lopez á Ofurskálarsviðinu í Miami í nótt. Vísir/getty Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020 Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira
Andi Rómönsku Ameríku sveif yfir vötnum í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar (e. Super Bowl) í Miami í Flórída í gærkvöldi. Söngkonurnar Shakira og Jennifer Lopez héldu uppi stuðinu, ásamt óvæntum gestum, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Kansas City Chiefs fagnaði sínum fyrsta NFL-titli í hálfa öld í nótt þegar liðið vann 31-20 sigur á San Francisco 49ers Ofurskálinni. Það er þó ekki aðeins fótboltinn sem fangar áhuga áhorfenda; hálfleikssýningin er iðulega einn af hápunktunum í bandarísku sjónvarpi á ári hverju. Stórstjörnur á borð við Lady Gaga, Justin Timberlake og Maroon 5 hafa átt sviðið undanfarin ár en nú var komið að áðurnefndum dívum. Sjá einnig: Hálfleikssýning Maroon 5 og Travis Scott sögð sú versta í sögunni Hin kólumbíska Shakira reið rauðklædd á vaðið og ávarpaði viðstadda upp á spænsku: „Hola, Miami!“ Í kjölfarið fylgdu lög á borð við She Wolf og Hips Don‘t Lie, auk sérstakrar útgáfu af laginu I Like it Like That úr smiðju Cardi B. Rapparinn Bad Bunny, sem flytur lagið ásamt Cardi í upprunalegri mynd, var Shakiru til halds og trausts á sviðinu við mikinn fögnuð viðstaddra. Jennifer Lopez tryllti því næst lýðinn með Jenny from the Block og Love Don‘t Cost a Thing. Kólumbíski söngvarinn J Balvin, sem er einna þekktastur fyri lagið Despacito, steig einnig á svið og skók sig með J. Lo. Þá leiddu Shakira og Lopez loks saman hesta sína í lokin, eftir fataskipti að sjálfsögðu, og þöndu raddböndin. Þær hnýttu svo endahnútinn á sýninguna með mögnuðum mjaðmahnykkjum, líkt og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Almenningur virðist almennt ánægður með frammistöðu þeirra Shakiru og J. Lo, ef marka má viðbrögð á samfélagsmiðlum. Þá lýsti söngkonan Lady Gaga, sem tróð upp í hálfleikssýningunni árið 2017, yfir mikilli hrifningu á Twitter í gær. . @JLo and @shakira and all the special guests were so incredible!!! What a fun halftime show I danced and smiled the whole time. Such powerful sexy women!!!! On camera and off!!!!! Love you beautiful sexy talented women #SuperBowlHalftimeShow #SuperBowl— Lady Gaga (@ladygaga) February 3, 2020
Bandaríkin Hollywood NFL Ofurskálin Tónlist Mest lesið „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Lífið Destiny's Child með óvænta endurkomu Lífið „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Lífið Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Lífið Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Lífið Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper Lífið Jóhanna Guðrún gæsuð Lífið Vók Ofurmenni slaufað Gagnrýni Gervigreindarfyrirsæta í Vogue vekur ugg Tíska og hönnun Fleiri fréttir „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Fögnuðu 181 milljarðs samningi með því að sýna Trump á typpinu Love Island-stjörnur komnar í hóp Íslandsvina „Við viljum alls ekki fá of marga“ Mannauðsstjórinn segir einnig upp Þungaður LeBron leggst þungt á LeBron „Hefði ekki getað óskað mér fallegri dags“ Litríkur karakter sem var engum líkur Hulk Hogan er látinn Fyrsta stiklan úr miðaldaþáttum Balta Rene Kirby er látinn Pamela smellti kossi á Neeson Beittu listamönnum sem leynivopni í kalda stríðinu Hlutabréfin rjúka upp eftir að Sweeney fór í gallabuxurnar Sjá meira