Fjórir ákærðir fyrir njósnir í Danmörku í „afar flóknu“ máli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 15:14 Frá aðgerðum lögreglu árið 2018. Vísir/EPA Yfirvöld í Danmörku hafa handtekið og ákært þrjá íranska ríkisborgara fyrir njósnir í þágu Sádí-Arabíu. Fjórði maðurinn hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í að skipuleggja árás innan danskra landamæra, árás sem átti að beinast gegn hóps aðskilnaðarsinna sem mennirnir þrír fyrrnefndu eru meðlimir í. Frá þessu var greint á blaðamannafundi dönsku öryggislögreglunnar PET. Mennirnir þrír sem eru í haldi í Danmörku eru sagðir vera meðlimir ASMLA-hópsins, hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Ahwaz-héraðs í suðvesturhluta Írans. Er þeim gefið að sök að hafa njósnað um einstaklinga í Danmörku í þágu yfirvalda í Sádí-Arabíu á árunum 2012 til 2018. Fjórði maðurinn er ekki í haldi lögreglu í Danmörku en hann er sagður vera meðlimur írönsku leyniþjónustunnar. Er honum gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja fyrirhugaða árás írönsku leyniþjónustunnar gegn einstaklingum í Danmörku árið 2018.Árásin var aldrei framin en norskur ríkisborgari af írönskum uppruna var handtekinn í Svíþjóð í október 2018, grunaður um að hafa aðstoðað írönsku leyniþjónustuna við að skipuleggja árás á danskri jörð. Er leyniþjónustumanninum sem nú hefur verið ákærður gefið að sök að hafa verið í sambandi við norska ríkisborgarannan sem átti að fremja árásina, sem að sögn danskra fjölmiðla átti að beinast gegn leiðtoga ASMLA-hópsins, samtakanna sem hinir mennirnir þrír eru meðlimir í. Finn Borch Andersen, yfirmaður PET, segir málið afar flókið en það teygir anga sína til Hollands, sem handtók nokkra í tengslum við málið í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað utanríkismálanefnd danska þingsins á sérstakan fund vegna málsins, en hann segir málið algjörlega óásættanlegt. Danmörk Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05 Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57 Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Yfirvöld í Danmörku hafa handtekið og ákært þrjá íranska ríkisborgara fyrir njósnir í þágu Sádí-Arabíu. Fjórði maðurinn hefur verið ákærður fyrir þátt sinn í að skipuleggja árás innan danskra landamæra, árás sem átti að beinast gegn hóps aðskilnaðarsinna sem mennirnir þrír fyrrnefndu eru meðlimir í. Frá þessu var greint á blaðamannafundi dönsku öryggislögreglunnar PET. Mennirnir þrír sem eru í haldi í Danmörku eru sagðir vera meðlimir ASMLA-hópsins, hreyfingar sem berst fyrir sjálfstæði Ahwaz-héraðs í suðvesturhluta Írans. Er þeim gefið að sök að hafa njósnað um einstaklinga í Danmörku í þágu yfirvalda í Sádí-Arabíu á árunum 2012 til 2018. Fjórði maðurinn er ekki í haldi lögreglu í Danmörku en hann er sagður vera meðlimur írönsku leyniþjónustunnar. Er honum gefið að sök að hafa átt þátt í að skipuleggja fyrirhugaða árás írönsku leyniþjónustunnar gegn einstaklingum í Danmörku árið 2018.Árásin var aldrei framin en norskur ríkisborgari af írönskum uppruna var handtekinn í Svíþjóð í október 2018, grunaður um að hafa aðstoðað írönsku leyniþjónustuna við að skipuleggja árás á danskri jörð. Er leyniþjónustumanninum sem nú hefur verið ákærður gefið að sök að hafa verið í sambandi við norska ríkisborgarannan sem átti að fremja árásina, sem að sögn danskra fjölmiðla átti að beinast gegn leiðtoga ASMLA-hópsins, samtakanna sem hinir mennirnir þrír eru meðlimir í. Finn Borch Andersen, yfirmaður PET, segir málið afar flókið en það teygir anga sína til Hollands, sem handtók nokkra í tengslum við málið í dag. Jeppe Kofod, utanríkisráðherra Danmerkur hefur kallað utanríkismálanefnd danska þingsins á sérstakan fund vegna málsins, en hann segir málið algjörlega óásættanlegt.
Danmörk Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05 Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57 Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Íranir hugðu á árás á danskri jörð Lögregla í Danmörku telur að útsendarar írönsku leyniþjónustunnar hafi haft í hyggju að framkvæma árás gegn fólki í Danmörku. 30. október 2018 13:05
Refsiaðgerðir gegn Íran vegna áforma um launmorð í Evrópu Dönsk og frönsk stjórnvöld hafa sakað Írani um að skipuleggja launmorð þar. 8. janúar 2019 11:57
Standa með Dönum í deilunni vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að Norðurlöndin sýni dönskum yfirvöldum fulla samstöðu vegna tilræðis írönsku leyniþjónustunnar á danskri jörð og greint var frá í gær. 31. október 2018 18:47