Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Lögreglan rannsakar meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en maðurinn var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Innlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Fleiri fréttir „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum