Flugvallarstarfsmaður ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. febrúar 2020 18:30 Lögreglan rannsakar meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en maðurinn var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum rúm tvö kíló af kókaíni og sex lítra af amfetamínbasa ætlað til sölu. Maðurinn var starfsmaður á Keflavíkurflugvelli og rannsakar lögreglan hvort hann hafi flutt efnin til landsins í gegn um starf sitt á vellinum. Maðurinn, sem er fæddur árið 1992, var starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar þegar efnin fundust við húsleit á heimili hans í október síðastliðnum. Maðurinn er af pólskum uppruna en hefur búið hér lengi. Tveir til viðbótar, fyrrum starfsmenn Keflavíkurflugvallar, voru einnig handteknir og færðir í gæsluvarðhald vegna málsins en þeir voru svo látnir lausir. Héraðssaksóknari hefur nú ákært manninn, sem enn er í gæsluvarðhaldi, fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot, með því að hafa haft í vörslum sínum rúmlega tvö kíló af kókaíni sem hafði styrkleika á bilinu 60 til 67 prósent og 6 lítla af amfetamínbasa, sem hafði 43 prósent styrkleika, ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft rafstuðbyssu í vörslum sínum. Einnig er krafist upptöku á 148 Xanax töflum, róandi lyfja sem ganga kaupum og sölum á fíkniefnamarkaðnum hér á landi, og fleiri lyfjum, sem og nokkrum símtækjum mannsins. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum er rannsókn málsins enn í fullum gangi þrátt fyrir að maðurinn hafi verið ákærður fyrir vörslu efnanna. Lögregla rannsaki meðal annars hvort efnin hafi verið flutt til landsins í gegn um flugvöllinn en sem fyrr segir var maðurinn starfsmaður á flughlaði Keflavíkurflugvallar og hafði unnið þar í þó nokkurn tíma. Vann hann meðal annars við að flytja töskur úr flugvélum og inn á flugstöðina. Málið er mjög umfangsmikið en úr 6 lítrum af amfetamínbasa af þessum styrkleika er hægt að framleiða um 22 kíló af amfetamíni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu kostar grammið af amfetamíni tæpar 3.500 krónur og samkvæmt því hefði andvirði efnisins verið tæpar áttatíu milljónir.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sjá meira