120 slasaðir eftir að flugvél rann út af flugbraut og brotnaði í hluta Kjartan Kjartansson og Eiður Þór Árnason skrifa 5. febrúar 2020 16:39 Farþegaflugvélin stórskemmdist þegar hún rann út á engi við hlið flugbrautarinnar. Vísir/Getty Talið er að 120 farþegar hafi slasast þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda voru á annað hundrað manns um borð í vélinni. Enginn lést í slysinu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:27. Fréttir af flugi Tyrkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Talið er að 120 farþegar hafi slasast þegar farþegaþota rann út af flugbraut og brotnaði í hluta á flugvelli í Istanbúl í Tyrklandi í dag. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda voru á annað hundrað manns um borð í vélinni. Enginn lést í slysinu. Flugvélin var á vegum lággjaldaflugfélagsins Pegasus og kom frá borginni Izmir til lendingar á Sabiha Gocken-flugvellinum í Istanbúl, að sögn AP-fréttastofunnar. Við lendinguna rann vélin út af flugbrautinni og brotnaði í að því er virðist þrjá hluta á engi. Farþegar sáust skríða út úr sprungum í flakinu á sjónvarpsmyndum. Tyrknesk sjónvarpsstöð fullyrti að kviknað hefði í flakinu en að slökkt hefði verið í eldinum. Vindasamt og mikil rigning var á svæðinu þegar atvikið átti sér stað en samkvæmt þarlendum samgönguyfirvöldum átti vélin erfitt með lendingu og tókst ekki að hægja á ferð hennar á flugbrautinni með fyrrnefndum afleiðingum. Talið er að um 177 manns hafi verið um borð í vélinni, þar af sex í áhöfn, en hún er af gerðinni Boeing 737. Flugvellinum var lokað vegna slyssins og umferð beint á aðalflugvöll borgarinnar. Slysið á sér stað einungis um mánuði eftir að önnur vél í eigu sama flugfélags með 164 farþega um borð rann út af flugbraut á sama flugvelli þann 7. janúar síðastliðinn. Engum varð meint af í því óhappi. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:27.
Fréttir af flugi Tyrkland Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira