Mælir gegn því að fólk bursti tennurnar strax eftir neyslu orkudrykkja Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2020 18:15 Bryndís Bjarnadóttir, formaður Tannlæknafélags Íslands, hvetur fólk til vatnsdrykkju. Aðsend - Getty/Jack Taylor Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“ Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Formaður Tannlæknafélags Íslands mælir eindregið gegn því að fólk bursti tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Jóhanna Bryndís Bjarnadóttir segir að fagfólki í tannlækningum svíði mjög hve villandi markaðssetning orkudrykkja er en neysla slíkra drykkja hefur aukist mikið hér á landi á síðustu árum. Hún segir að sykurlausir orkudrykkir séu alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu. „Orkudrykkir eru glerungseyðandi og mjög skaðlegir fyrir tennur. Hvort drykkurinn er glerungseyðandi hefur ekkert með sykurinnihald að gera heldur sýrustig.“ Þetta kemur fram í grein hennar sem birtist á Vísi fyrr í dag í tilefni af árlegri tannverndarviku. Neyslumynstur hafi mikið að segja Jóhanna bendir á að rannsóknir sýni að neyslumynstur drykkjanna hafi mikið að segja um það hversu mikil glerungseyðing verður á tönnum þeirra sem neyta þeirra. „Ef drykkjanna er neytt yfir langt tímabil og sífellt verið að taka sopa og sopa viðhelst súra ástandið í munninum og glerungseyðingin verður meiri fyrir vikið. Best er að sleppa því að drekka súra drykki en ef þeir eru drukknir er best að gera það hratt og með mat.“ Hún segir að einnig sé hægt að notast við sogrör til þess að beina sýrunni frekar fram hjá tönnunum. Tannlæknar gagnrýna markaðssetningu drykkjanna Jóhanna gagnrýnir að umræddir drykkir séu yfirleitt markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem sé umhugað um heilsuna. Auglýsingar séu tíðar og afreksíþróttafólk gjarnan fengið til að auglýsa þá. Tannlæknar hafi miklar áhyggjur af þessari þróun. „Nú til dags fer ungt fólk vart í líkamsrækt án þess að drekka súran drykk. Slík markaðssetning er auðvitað mjög villandi og hreint út sagt kolröng. Þessir drykkir hafa skaðleg áhrif á líkamann og alls ekki ætlaðir fyrir börn og unglinga.“ Hún segir því mikilvægt að foreldrar átti sig á skaðsemi orkudrykkja og leiðbeini börnum sínum í þeim efnum. Mælt gegn því að bursta tennur strax eftir neyslu Jóhanna bendir fólki á að það eigi alls ekki að bursta tennur sínar beint eftir neyslu orkudrykkja. Þá sé glerungur tannanna sérstaklega viðkvæmur og tannburstun getur stuðlað að aukinni glerungseyðingu. „Eftir neyslu á súrum drykkjum er gott að skola munn með vatni og borða kalkríka fæðu eins og ost eða drekka mjólk til að sýrustigið í munninum nái fyrr að komast í eðlilegt horf.“ Að lokum minnir Jóhanna á að „besti, ódýrasti og umhverfisvænasti svaladrykkurinn er auðvitað íslenska vatnið.“
Heilbrigðismál Heilsa Orkudrykkir Gosdrykkir Tengdar fréttir Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07 „Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30 Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30 Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Segir Matvælastofnun ekki gera nóg varðandi orkudrykki Orkudrykkjamarkaðurinn hefur fimmfaldast á síðustu fjórum árum. 3. október 2019 22:07
„Gosdrykkir með sætuefnum er ekki hollustuvara og þeim fylgja ekki aðrar hollustuvenjur“ Markmið með verðhækkun á sætindi er að gera óhollustu erfiðari valkost fyrir neytendur, enda kostar hann samfélagið meira. Þetta segir sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. Fimmtungur fullorðinna neyttu gosdrykkja daglega eða oftar samkvæmt nýlegri könnun 24. júní 2019 21:30
Sykurlausir orkudrykkir alveg jafn glerungseyðandi og þeir sykruðu Þessir drykkir eru markaðssettir sem heilsuvara og fyrir fólk sem hugsar um heilsuna. Tannlæknar hafa miklar áhyggjur af þessari þróun enda eru þessir drykkir mjög skaðlegir tannheilsunni. 5. febrúar 2020 09:30
Sykurlausir orkudrykkir ekki skárri en þeir sykruðu þegar um glerungseyðingu er að ræða Hún telur markaðssetningu drykkjanna villandi, sem margir hverjir eru sagðir heilsudrykkir 10. júlí 2019 19:30