Hjálmar Aðalsteinsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 11:15 Hjálmar Aðalsteinsson fór flestra sinna ferða á reiðhjóli. Í seinni tíð fór hann reglulega með vinum sínum í hjóla- og tennisferðir á suðlægari slóðir. Hagaskóli Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag. Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag.
Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira