Hjálmar Aðalsteinsson látinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2020 11:15 Hjálmar Aðalsteinsson fór flestra sinna ferða á reiðhjóli. Í seinni tíð fór hann reglulega með vinum sínum í hjóla- og tennisferðir á suðlægari slóðir. Hagaskóli Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag. Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Hjálmar Aðalsteinsson, íþróttakennari lést á krabbameinsdeild Landspítalans þann 25. janúar eftir stutta en snarpa baráttu við krabbamein. Hjálmar, sem var 65 ára gamall, starfaði sem íþróttakennari við Hagaskóla í um þrjátíu ár og var auk þess mikil borðtennis- og tenniskempa. Hjálmar er minnst víða, meðal annars á vefsíðu Hagaskóla þar sem fram kemur að hann hafi átt farsælan starfsferil. „Hjálmar var hvers manns hugljúfi og einstaklega vel liðinn jafnt af nemendum sínum sem samstarfsfólki. Hann var góður fagmaður sem var annt um nemendur sína og lagði mikinn metnað í öll sín störf. Glaðværð og jákvæðni voru honum eðlislæg og óhætt er að fullyrða að orðið gleðigjafi hafi átt einstaklega vel við Hjálmar. Skólasamfélagið í Hagaskóla hefur misst einstakan félaga sem er sárt saknað,“ segir á heimasíðu Hagaskóla. Hjólreiðagarpur og spaðakempa Hjálmar var mikill íþróttamaður, fór svo til allra sinna ferða á reiðhjóli og var fyrirmynd í bíllausum lífsstíl. Hann var mikill Vesturbæingur og KR-ingur. Hann var á árum áður sigursæll keppnismaður í sinni aðalíþróttagrein sem var borðtennis auk þess sem hann var landsliðsþjálfari í greininni. Hans er einmitt minnst á heimasíðu Borðtennissambands Íslands og KR.is. Hjálmar byrjaði að æfa borðtennis fljótlega eftir að Borðtennisdeild KR var stofnuð árið 1969 og hóf þjálfun borðtennismanna þegar á unglingsárunum. Hann varð Íslandsmeistari í meistaraflokki karla árið 1973, Íslandsmeistari í tvenndarleik með Sigrúnu Pétursdóttur 1973 og 1974 og í tvíliðaleik með Finni Snorrasyni árið 1975. Hann var einnig margsinnis í sigurliði KR í 1. deild karla en liðið vann titilinn frá 1976 til 1994. Hjálmar vann líka Íslandsmeistaratitil í unglingaflokki og öðlingaflokki. Hjálmar lék 29 landsleiki fyrir Íslands hönd og vann eina leik Íslands í viðureign Íslands og Kína í frægri heimsókn kínverskra borðtennismanna til Íslands á áttunda áratugnum. Auk þess að þjálfa KR-inga var Hjálmar landsliðsþjálfari í borðtennis í upphafi 9. áratugarins. Hann lauk íþróttakennaraprófi árið 1982 og fór svo til frekara náms til Danmerkur til að læra meira um kennslu spaðaíþrótta. Hann lagði einnig tennis fyrir sig og náði sömuleiðis góðum árangri í þeirri íþrótt. Spilaði hann reglulega tennis í íþróttahúsi Hagaskóla og fór utan með efnilaga tenniskrakka til Danmerkur og Tékklands. Átti vini í öllum félögum Hjálmar útskrifaðist frá Íþróttakennaraskóla Íslands 1982 og dvaldi hann við nám í Danmörku sama ár í spaðaíþróttum. „Hjálmar lét sér annt um félaga sína og átti vini í öllum félögum. Hann var góður félagi og hans verður sárt saknað,“ segir á vefsíðu KR. „Það var alltaf stutt í brosið hjá Hjálmari og upplifðu leikmenn hans það sterkt að honum var umhugað að leikmenn næðu árangri, hvort heldur persónulega eða í keppni,“ segir í umfjöllun á vef Borðtennissambands Íslands. Útför Hjálmars verður gerð frá Hallgrímskirkju miðvikudaginn 12. febrúar kl. 13 og mun kennsla falla niður í Hagaskóla eftir klukkan 10:55 þann dag.
Andlát Borðtennis Reykjavík Tennis Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira