Innlent

Ná­granni brást hratt við og stöðvaði út­breiðslu eldsins

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Eldurinn kom upp í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss.
Eldurinn kom upp í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss. Vísir/Vilhelm

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út snemma í morgun vegna elds sem upp hafði komið í íbúð á fyrstu hæð fjölbýlishúss í Seljahverfi í Breiðholti.

Björn Ingi Guðjónsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu, segir nágranna hafa brugðist skjótt við og slökkviliðsmenn komu að honum með slökkvitæki í höndinni og hafði honum tekist að slökkva eldinn að mestu. 

Slökkviliðsmenn slökktu svo í glæðum og reykræstu íbúðina.

Tveir voru fluttir á bráðamóttöku til skoðunar vegna eldsins en þeir eru ekki alvarlega slasaðir að sögn Björns. Eldsupptök eru ókunn og eru til rannsóknar hjá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×