Hunangsflugum fækkar mikið vegna loftslagsbreytinga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2020 15:30 Hunangsflugur gegna mikilvægu hlutverki í náttúrunni við að fræva plöntur. vísir/getty Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina. Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira
Hunangsflugum fer mjög fækkandi bæði í Evrópu og Norður-Ameríku samkvæmt nýrri rannsókn sem birt var í vikunni í vísindatímaritinu Science. Ástæðan fyrir fækkuninni er heitara loftslag og meiri öfgar í hitastigi en vísindamennirnir rannsökuðu gögn sem hefur verið safnað síðustu 115 ár og ná til 66 tegunda af hunangsflugum. Hunangsflugur gegna lykilhlutverki í því að fræva til dæmis tómatplöntur, berjaplöntur og graskersplöntur, en rannsóknin bendir til þess að líkurnar á því að hunangsflugutegund lifi af á hverju svæði fyrir sig hafi minnkað um þrjátíu prósent á tímabili sem spannar eina kynslóð manna. Hröð fækkun flugnanna bendir til fjöldaútdauða Vísindamennirnir segja að hröð fækkun flugnanna bendi til fjöldaútdauða. Fjöldaútdauði er skyndileg fækkun og útdauði margra tegunda yfir stuttan tíma, til dæmis af völdum náttúruhamfara eða, eins og í þessu tilfelli, vegna loftslagsbreytinga. Fjallað er um málið á vef Guardian og rætt við doktorsnema við háskólann í Ottawa, Peter Soroye, einn aðalrannsakandann. „Við komumst að því að fjöldi hunangsflugna fór fækkandi á svæðum þar sem hitinn hafði hækkað. Ef fækkunin verður jafn hröð og verið hefur munu margar af þessum tegundum verða alveg horfnar eftir fáeina áratugi,“ segir Soroye. „Það kom okkur á óvart hversu mikil áhrif loftslagsbreytingar hafa haft nú þegar á fækkun hunangsflugna. Niðurstöður okkar benda til þess að mun meiri fækkun sé líkleg á næstu árum ef loftslagsbreytingar verða hraðari. Þetta sýnir að við þurfum að leggja hart að okkur til að draga úr loftslagsbreytingum ef við viljum varðveita fjölbreytileika hunangsflugna,“ segir Dr Tim Newbold hjá rannsóknarsetri University College London um líffræðilegan fjölbreytileika og umhverfið. Rannsakendurnir segja að rannsóknaraðferðir þeirra geti nýst til þess að spá fyrir um áhættuna á útrýmingu tegunda og skilgreina þau svæði þar sem grípa þarf til ráðstafana til verndar tegundum í útrýmingarhættu. „Þegar allt kemur til alls þurfum við að takast á við loftslagsbreytingarnar sjálfar og allt sem við gerum til þess að draga úr útblæstri hjálpar,“ segir Jeremy Kerr, prófessor við háskólann í Ottawa og sá sem leiddi rannsóknina.
Dýr Loftslagsmál Umhverfismál Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Sjá meira