Mál Heklu Lindar komið á borð Umboðsmanns Alþingis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 8. febrúar 2020 14:35 Guðrún Haraldsdóttir og Jón Ingi Gunnarsson foreldrar Heklu Lindar. vísir/vilhelm Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún. Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis skoðar nú mál Heklu Lindar Jónsdóttur, sem lést eftir að lögregla hafði afskipti af henni í apríl í fyrra. Móðir Heklu Lindar er þakklát viðbrögðunum. Hekla Lind var aðeins 25 ára gömul þegar hún lést eftir að lögregla handtók hana í bakgarði í miðbæ Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Hún var undir áhrifum vímuefna og í slæmu geðrofsástandi. Hringt hafði verið eftir sjúkrabíl en lögregla var send á staðinn. Fjallað var ítarlega um málið í fréttaskýringaþættinum Kompás um miðjan janúar. Foreldrar Heklu Lindar gagnrýndu handtökuaðferðir lögreglu og ákvörðun Héraðssaksóknara og Ríkissaksóknara um að fella málið niður. Það var gert þar sem talið var að viðurkenndum handtökuaðferðum hefði verið beitt og að málið væri ekki líklegt til sakfellis. Réttarmeinafræðingur segir þó í áliti sínu að aðgerðir lögreglu hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í kjölfar umfjöllunar um málið sendi Geðhjálp frá sér ályktun þar sem farið var fram á óháða úttekt á verkferlum í málum þegar afskipti er höfð af manneskju í geðrofi. Þá er málið til umfjöllunar hjá Velferðarnefnd Alþingis. Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar, segist vera þakklát fyrir þau góðu viðbrögð sem foreldrarnir fengu eftir að hafa stigið fram. „Því viðbrögðin hafa verið svo jákvæð og í raun svo mikil hvatning fyrir okkur. Við erum svo þakklát að Hekla skuli fá rödd fyrir þennan stóra hóp í samfélaginu. Það er auðvitað sorglegt að svona þurfi að koma til svo að þetta fari í umræðu en í raun erum við rosalega þakklát og viðbrögðin hafa bara verið rosa mikil,“ segir Guðrún Haraldsdóttir, móðir Heklu Lindar. Mál Heklu Lindar er nú komið á borð Umboðsmanns Alþingis. „Ég hafði samband og fór fram á hvort mögulegt væri að þeir gætu opnað málið og skoðað það betur þar sem við erum langt frá því að vera sátt við þessa verkferla og svo var bara hringt strax í kjölfarið og ég var beðin um að koma með öll gögn sem ég fór í af afla og skilaði af mér á fimmtudaginn,“ segir Guðrún.
Kompás Lögreglumál Umboðsmaður Alþingis Tengdar fréttir Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00 Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00 Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00 Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Pallborðið: Er „woke-ismi“ pólitískur rétttrúnaður? Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Sjá meira
Farið fram á úttekt á viðbrögðum við hjálparbeiðnum Gera þarf óháða úttekt á því hvernig brugðist er við hjálparbeiðnum þegar um andleg veikindi er að ræða að mati Geðhjálpar. 21. janúar 2020 20:00
Geðrof er ekki lögbrot Það ætti að samþætta þjálfun lögreglumanna í valdbeitingu og fræðslu um mismunandi handtökuaðferðir í ólíkum aðstæðum. Þetta segir forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar. Formaður velferðarnefndar segir ástæðu til að nefndin skoði verkferla við erfið útköll. 23. janúar 2020 11:00
Misstu dóttur sína eftir átök við lögreglumenn Síðastliðið vor lést ung kona eftir átök við lögreglumenn sem höfðu afskipti af henni þegar hún var í geðrofsástandi. Lögreglumennirnir voru ekki ákærðir fyrir brot í starfi þrátt fyrir að réttarmeinafræðingur fullyrði að aðgerðir þeirra hafi átt umtalsverðan þátt í dauða hennar. Í Kompás ræðum við við foreldra konunnar sem telja lögreglu hafa farið offari við handtökuna. 20. janúar 2020 09:00
Senda lögreglu en ekki sjúkrabíl: Verklag Neyðarlínunnar lýsi fordómum Þegar óskað er eftir aðstoð er samkvæmt verkferlum Neyðarlínunnar fyrsta viðbragð að senda lögreglu en ekki sjúkrabíl ef einstaklingur er í geðrofi, en ekki slasaður. Framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir þetta lýsa fordómum og telur nauðsynlegt að endurskoða verklagið. Mikilvægt sé að koma fólki sem allra fyrst undir læknishendur. 21. janúar 2020 11:54