Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Kjartan Kjartansson skrifar 13. nóvember 2025 07:01 Ísland hefur átt í samstarfi við Evrópusambandið og Noreg vegna Parísarsamningsins frá upphafi. Það kom þó aðeins í ljós í fyrra að íslensk stjórnvöld hefðu misskilið samstarfið og ekki verið heimilt að nota losunarmarkmið ESB sem sitt eigið gagnvart samningnum. Vísir Ísland er með sjálfstæða aðild að Parísarsamninginum sem er ekki háð samstarfi við Evrópusambandið, að sögn fulltrúa sendinefndar sambandsins á Íslandi. Stjórnvöld þurftu nýlega að leiðrétta losunarmarkmið sem var skilað til samningsins vegna misskilnings um eðli samstarfsins við ESB. Misskilningur íslenskra stjórnvalda virðist hafa snúist um að Ísland tæki beinan þátt í markmiði Evrópusambandsins um 55 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Noregur og Ísland hafa átt í samstarfi við ESB um Parísarsamninginn frá því að hann var gerður fyrir áratug. Aðildarríki samningsins þurfa að skila inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum sem kveða í raun á um markmið þeirra um samdrátt í losun. Á grundvelli misskilningsins sögðust íslensk stjórnvöld árið 2021 stefna á rúmlega helmings samdrátt og að honum ætti að ná í samstarfi við ESB og Noreg. Athugasemdir voru gerðar við þessa framsetningu við úttekt á samningnum snemma árs 2024. Bæði rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem heldur utan um samninginn, og ESB leit svo á að framlag Íslands væri óháð markmiði sambandsins. Stjórnvöld leiðréttu því framlagið í september, um svipað leyti og þau skiluðu inn nýju markmiði fyrir árið 2035. Hver um sig sjálfstæður aðili að Parísarsamningi Þær skýringar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið á misskilningum er að stjórnvöld hafi talið að samstarfið væri sama eðlis og á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamningsins. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með ESB. Vísaði ráðuneytið til óskýrrar forsendu samstarfsins við ESB og tæknilegra flókinna viðræðna EFTA-ríkjanna um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks ESB. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það íslenskra stjórnvalda að skýra skilning sinn á landsframlagi sínu gagnvart Parísarsamningnum. Frá sjónarhóli sambandsins byggi samstarf þess við Ísland og Noreg á sameiginlegri skuldbindingu þeirra um að bregðast við loftslagsbreytingum og að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Hvert og eitt er sérstakur aðili að Parísarsamningnum en skerpt er á samstarfi okkar í EES-samningnum,“ segir í skriflegu svari Ulfgard við fyrirspurn Vísis um misskilninginn. „Ómissandi“ þátttakendur í loftslagsmetnaði Evrópu Samstarf Íslands við ESB um loftslagssamninginn gengur þannig í raun ekki út á sameiginlegt losunarmarkmið. Ísland hefur aftur á móti tekið upp þau þrjú stjórnkerfi sem ESB hefur smíðað utan um losunarmarkmið sín í gegnum EES-samninginn. Þetta eru viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) fyrir stóriðju og alþjóðaflug, ESR-kerfið með svonefnda samfélagslosun og LULUCF utan um losun vegna landnotkunar. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.Evrópusambandið Ulfgard segir í svari sínu að þessi kerfi styðji ESB, Ísland og Noreg í því að þau nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, hvert fyrir sig. „Ísland og Noregur eru þannig ómissandi (e. integral) samstarfsaðilar sem leggja sitt að mörkum til að heildaraðgerðir í loftslagsmálum nái árangri og í því markmiði okkar að verða fyrsta kolefnishlutlausa álfan fyrir árið 2050,“ segir varasendiherrann. Ábyrgð og skyldur gagnvart ESB, ekki Parísarsamningnum Þessi skilningur sendifulltrúa ESB á samstarfi Íslands og sambandsins er sá sami og kom fram í lögfræðilegri álitsgerð sem Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði og fulltrúi í Loftslagsráði, vann fyrir ráðið í haust. Í álitsgerðinni ályktar prófessorinn að Ísland sé með sjálfstæða aðild að Parísarsamningnum og ábyrgð stjórnvalda gagnvart honum sé óháð ESB. Þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir gagnvart ESB séu óháðar Parísarsamningnum sjálfum þótt þær byggist á markmiðum hans. Þátttöku í stjórnkerfum ESB fylgir aftur krafa um árangur og vanefndir geta haft fjárhagslegar afleiðingar. Ísland gæti þannig þurft að kaupa losunarheimildir standist það ekki skuldbindingar sínar í evrópsku kerfunum. Stjórnvöld greiddu hundruð milljóna til þess að gera upp skuldbindingar sínar sem náðust ekki á tímabili Kýótóbókunarinnar. Slíkum afleiðingum er ekki til að dreifa gagnvart Parísarsamningnum. Þar er ekki kveðið á um tiltekinn árangur í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins að aðildarríki hans upplýsi um markmið sín og uppfæri þau reglulega upp á við. Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Misskilningur íslenskra stjórnvalda virðist hafa snúist um að Ísland tæki beinan þátt í markmiði Evrópusambandsins um 55 prósent samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2030. Noregur og Ísland hafa átt í samstarfi við ESB um Parísarsamninginn frá því að hann var gerður fyrir áratug. Aðildarríki samningsins þurfa að skila inn svonefndum landsákvörðuðum framlögum sem kveða í raun á um markmið þeirra um samdrátt í losun. Á grundvelli misskilningsins sögðust íslensk stjórnvöld árið 2021 stefna á rúmlega helmings samdrátt og að honum ætti að ná í samstarfi við ESB og Noreg. Athugasemdir voru gerðar við þessa framsetningu við úttekt á samningnum snemma árs 2024. Bæði rammasamningur Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, sem heldur utan um samninginn, og ESB leit svo á að framlag Íslands væri óháð markmiði sambandsins. Stjórnvöld leiðréttu því framlagið í september, um svipað leyti og þau skiluðu inn nýju markmiði fyrir árið 2035. Hver um sig sjálfstæður aðili að Parísarsamningi Þær skýringar sem umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur gefið á misskilningum er að stjórnvöld hafi talið að samstarfið væri sama eðlis og á tímabili Kýótóbókunarinnar, forvera Parísarsamningsins. Þá gerði Ísland losun sína upp sameiginlega með ESB. Vísaði ráðuneytið til óskýrrar forsendu samstarfsins við ESB og tæknilegra flókinna viðræðna EFTA-ríkjanna um innleiðingu og aðlaganir loftslagsregluverks ESB. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi, segir það íslenskra stjórnvalda að skýra skilning sinn á landsframlagi sínu gagnvart Parísarsamningnum. Frá sjónarhóli sambandsins byggi samstarf þess við Ísland og Noreg á sameiginlegri skuldbindingu þeirra um að bregðast við loftslagsbreytingum og að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. „Hvert og eitt er sérstakur aðili að Parísarsamningnum en skerpt er á samstarfi okkar í EES-samningnum,“ segir í skriflegu svari Ulfgard við fyrirspurn Vísis um misskilninginn. „Ómissandi“ þátttakendur í loftslagsmetnaði Evrópu Samstarf Íslands við ESB um loftslagssamninginn gengur þannig í raun ekki út á sameiginlegt losunarmarkmið. Ísland hefur aftur á móti tekið upp þau þrjú stjórnkerfi sem ESB hefur smíðað utan um losunarmarkmið sín í gegnum EES-samninginn. Þetta eru viðskiptakerfið með losunarheimildir (ETS) fyrir stóriðju og alþjóðaflug, ESR-kerfið með svonefnda samfélagslosun og LULUCF utan um losun vegna landnotkunar. Samuel Ulfgard, varasendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.Evrópusambandið Ulfgard segir í svari sínu að þessi kerfi styðji ESB, Ísland og Noreg í því að þau nái markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, hvert fyrir sig. „Ísland og Noregur eru þannig ómissandi (e. integral) samstarfsaðilar sem leggja sitt að mörkum til að heildaraðgerðir í loftslagsmálum nái árangri og í því markmiði okkar að verða fyrsta kolefnishlutlausa álfan fyrir árið 2050,“ segir varasendiherrann. Ábyrgð og skyldur gagnvart ESB, ekki Parísarsamningnum Þessi skilningur sendifulltrúa ESB á samstarfi Íslands og sambandsins er sá sami og kom fram í lögfræðilegri álitsgerð sem Bjarni Már Magnússon, prófessor í lögfræði og fulltrúi í Loftslagsráði, vann fyrir ráðið í haust. Í álitsgerðinni ályktar prófessorinn að Ísland sé með sjálfstæða aðild að Parísarsamningnum og ábyrgð stjórnvalda gagnvart honum sé óháð ESB. Þær skuldbindingar sem Ísland hefur gengist undir gagnvart ESB séu óháðar Parísarsamningnum sjálfum þótt þær byggist á markmiðum hans. Þátttöku í stjórnkerfum ESB fylgir aftur krafa um árangur og vanefndir geta haft fjárhagslegar afleiðingar. Ísland gæti þannig þurft að kaupa losunarheimildir standist það ekki skuldbindingar sínar í evrópsku kerfunum. Stjórnvöld greiddu hundruð milljóna til þess að gera upp skuldbindingar sínar sem náðust ekki á tímabili Kýótóbókunarinnar. Slíkum afleiðingum er ekki til að dreifa gagnvart Parísarsamningnum. Þar er ekki kveðið á um tiltekinn árangur í samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda. Aðeins að aðildarríki hans upplýsi um markmið sín og uppfæri þau reglulega upp á við.
Loftslagsmál Evrópusambandið Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar (2024) Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira