Kennarar fara með kjaradeilu fyrir Félagsdóm Jón Ísak Ragnarsson skrifar 13. nóvember 2025 16:15 Magnús Þór Jónsson er formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/Vilhelm Félagar í Kennarasambandi Íslands hafa ekki fengið launahækkun samkvæmt ákvæði um launatöfluauka í kjarasamningi sem undirritaður var í nóvember í fyrra. Formaður Kennarasambandsins telur að kennarar eigi fullan rétt á hækkuninni og segir deiluna snúast um orðaleiki, en málinu hefur verið vísað til Félagsdóms. „Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira
„Í síðustu kjarasamningsgerð var búið til atriði sem heitir launatöfluauki, sem þýðir að einu sinnui á ári eru reiknað hvað laun hafa hækkað mikið á almennum vinnumarkaði,“ segir Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. „Ef þau hafa hækkað meira en á opinberum markaði á að hækka laun á móti. Ef laun hækkuðu til dæmis um þrjú prósent á almennum markaði, en tvö prósent hjá hinu opinbera, á sjálfkrafa að koma hækkun upp á eitt prósent.“ „Þetta er orðaleikur“ Magnús segir að félagar í BHM og BSRB hafi verið með viðlíka ákvæði í sínum kjarasamningum og hafi fengið umrædda hækkun í september. Kennarar hafi ekki fengið sína hækkun vegna þess að launagreiðendur halda því fram að kjarasamningur þeirra hafi verið óvenjulegur, hann hafi verið innanhússtillaga en ekki hefðbundinn kjarasamningur. „Við í Kennarasambandinu segjum að þetta sé venjulegur kjarasamningur hjá okkur. Við segjum, þetta er orðaleikur, þvæla. Sannarlega á okkar fólk sama rétt og BSRB á þessum launatöfluauka.“ „Mismunandi skilningur á orðalagi þýðir að okkar fólk er ekki að fá þennan launatöfluauka núna.“ Samkvæmt samningi hafi kennarar átt að fá launahækkun frá og með fyrsta september síðastliðnum. Kennarasambandið hafi ákveðið að stefna launagreiðendum og stefnan hafi verið tekin til þingfestingar á þriðjudaginn. Málsaðilum hafi verið gefinn frestur til 15. desember að skila inn greinargerðum, og dómurinn verði væntanlega tekinn upp í janúar eða febrúar. „Launagreiðendur segja að innanhússtillaga sé ekki formlegur kjarasamningur. Dómurinn mun koma til með að hafa áhrif. Ef þetta tekur ekki gildi mun það draga verulega úr vægi innanhússtillagna,“ segir Magnús Þór.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-25 Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Líkamsárás og vinnuslys Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fleiri fréttir Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Sjá meira