Vaktin: Óskarsverðlaunin 2020 Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. febrúar 2020 23:00 Leikkonurnar Gal Gadot, Brie Larson og Sigourney Weaver horfa á Hildi flytja þakkarræðu sína. Vísir/Getty Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Óskarsverðlaunahátíðin verður haldin í 92. sinn í Dolby-kvikmyndahúsinu í Los Angeles í nótt. Augu Íslendinga beinast flest að tónskáldinu Hildi Guðnadóttur, sem tilnefnd er í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hildur þykir líklegust til að hreppa Óskarinn í þetta sinn og ef hún ber sigur úr býtum verður hún fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarsverðlaun - og bætir jafnframt enn einum verðlaununum við hið stóra safn sem hún hefur sankað að sér undanfarna mánuði. Sjá einnig: Þessi eru tilnefnd til Óskarsverðlauna Vísir fylgist með Óskarsverðlaunahátíðinni í beinni textalýsingu í alla nótt í vaktinni hér neðst í fréttinni. Þá verður bein sjónvarpsútsending frá Óskarnum á RÚV frá miðnætti. Bein útsending frá rauða dreglinum hefst svo strax klukkan 23:30 á Twitter-reikningi Bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Beinu útsendingu Entertainment Weekly af dreglinum má nálgast í spilaranum hér að neðan. Gera má ráð fyrir að athöfnin verði að minnsta kosti þrír klukkutímar. Verðlaunin í flokki Hildar, frumsamdrar kvikmyndatónlistar, verða afhent 19. í röðinni af 24. Fylgjast má með helstu vendingum næturinnar, og nálgast hafsjó af Óskarsfróðleik, í vaktinni hér að neðan.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Óskarinn Tónlist Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24 Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45 Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50 Mest lesið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Hildur Guðnadóttir tilnefnd til Óskarsverðlauna Hildur Guðnadóttir var rétt í þessu tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni um Jókerinn. 13. janúar 2020 13:24
Hildur Guðnadóttir vann BAFTA-verðlaun Tónskáldið Hildur Guðnadóttir heldur áfram að sópa til sín verðlaunum. 2. febrúar 2020 19:45
Flestir veðja á að Hildur Guðna hreppi Óskarinn Stuðullinn á Betsson aðeins 1,3 prósent. 30. janúar 2020 11:50