Perúsk kona hefur kært ríkið í von um að fá að enda líf sitt Eiður Þór Árnason skrifar 9. febrúar 2020 22:45 Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Vísir/getty 43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“ Perú Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
43 ára perúsk kona sem glímir við langvinnan bólgusjúkdóm hefur kært perúska ríkið í von um að fá dánaraðstoð. Ana Estrada hefur glímt við fjölvöðvabólgu (e. polymyositis) frá kynþroskaaldri en um er að ræða ólæknandi sjúkdóm sem hefur rýrt vöðva hennar frá því að hún var unglingur. Nú er svo komið að Estrada liggur rúmföst allar sínar vökustundir og andar með hjálp öndunarvélar. Hún segir í samtali við Reuters fréttastofuna að líkami hennar sé í dag mjög veikburða og að hún vilji „deyja með reisn“ áður en hún hætti að ráða við veikindi sín. Vildi ekki taka áhættuna Estrada vill ekki fremja sjálfsvíg og segist jafnvel hafa íhugað að láta framkvæma verknaðinn ólöglega. „En það var áhætta í ljósi þess að ég get ekki látið neinn hjálpa mér að deyja. Ég get ekki beðið skyldmenni mín um að fremja glæp.“ Eins og víðast hvar telst líknardráp refsiverður glæpur í Perú og myndi hver sá sem endaði líf hennar eða aðstoðaði hana við að fremja sjálfsvíg hljóta fangelsisrefsingu. Embætti umboðsmanns almennings þar í landi rekur nú mál Estrada fyrir dómstólum. Byggja lögfræðingarnir mál sitt á því að með því að banna henni að enda eigið líf sé verið að brjóta gegn ákvæði perúsku stjórnarskrárinnar sem eigi að tryggja rétt fólks til þess að lifa með reisn. Mögulega skref í átt að lögleiðingu Estrada og lögfræðingar hennar telja að dómsmálið gæti verið fyrsta skrefið í átt að því að lögleiða líknardráp í Perú. Hún segist ekki vita hvenær hún vilji enda líf sitt en að hún viti að ástand hennar eigi eftir að versna enn frekar. Raunar hafi barátta hennar fyrir því að fá að enda ævi sína á eigin forsendum fyllt hana nýjum þrótti. „Hvers vegna að deyja með reisn? Vegna þess að ég vil forðast þjáninguna. En mest af öllu vegna þess að þetta snýst um það hvernig ég lifi mínu eigin lífi, þetta er um frelsi. Mér finnst ég ekki vera frjáls núna. Ég hef ekki frelsið til þess að ráða yfir mínum eigin líkama.“
Perú Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira