Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 14:30 Víkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Slóveníu. VÍSIR/HAG Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum. Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum.
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig Golf „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sport Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi Sport „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Metár hjá David Beckham Fótbolti Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Enski boltinn Í beinni: Valur - Njarðvík | Meistaraefnin mæta í Valsheimilið Körfubolti Fleiri fréttir Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Sjá meira
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15