Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 14:30 Víkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Slóveníu. VÍSIR/HAG Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum. Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum.
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Vilja allar það sem Sveindís hefur: „Margt sem ég myndi vilja taka frá þeim“ Fótbolti Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Tryggði sig inn á Opna breska risamótið með mögnuðum erni Golf Tími Söndru eftir barnsburð og meiðsli: „Trúi og vona að þetta verði mitt mót“ Fótbolti Fleiri fréttir Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Í beinni: ÍBV - Víkingur | Fyrsti leikurinn á nýjum Hásteinsvelli Í beinni: ÍA - Fram | Geta tengt tvo sigurleiki saman í fyrsta sinn í sumar Í beinni: Vestri - Valur | Forðast fjórða tapið í röð ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Varð fullorðinn úti „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjá meira
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15