Einn mesti hiti heimsins mældist í Bandaríkjunum í gær Samúel Karl Ólason skrifar 17. ágúst 2020 11:15 Dauðadalurinn er lægsti, þurasti og heitasti staður Bandaríkjanna. Vísir/GETTY Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. Nú í gær mældist hitastigið þar 54,4 gráður á sjálfvirkum mælum Veðurstofu Bandaríkjanna. Verði hitinn staðfestur yrði það hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni frá 1931 eða frá upphafi, sé mið tekið af ágúst. Í gær mældist hitinn 54,4 gráður klukkan 3:41 við Furnace Creek, sem hægt væri að þýða sem „Kyndiklefalækur“. WMO will verify the temperature of 130°F (54.4C) reported at Death Valley, California, on Sunday. This would be the hottest global temperature officially recorded since 1931. pic.twitter.com/AOaWHKWVKJ— World Meteorological Organization (@WMO) August 17, 2020 Árið 1931 mældist 55 gráðu hiti í Túnis en sérfræðingar hafa dregið þá mælingu verulega í efa. Sömuleiðis mældist 54 gráðu hiti í Dauðadalnum árið 1913 en sú mæling er einnig ekki talin trúverðug. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir útlit fyrir að tölurnar standist skoðun. Það muni þó taka nokkrar vikur að sannreyna mælinguna að fullu. Gífurleg hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna. Dauðadalurinn er lægsti, þurrasti og heitasti staður Bandaríkjanna. Kyndiklefalækur er 58 metra undir sjávarmáli í Mojave eyðimörkinni og er svæðið alræmt fyrir gífurlegan hita. Í júlí 2018 mældist meðalhiti svæðisins 42,3 gráður og er það heitasti mánuður heimsins. Bandaríkin Loftslagsmál Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira
Dauðadalurinn í Kaliforníu ber nafn með rentu þessa dagana. Nú í gær mældist hitastigið þar 54,4 gráður á sjálfvirkum mælum Veðurstofu Bandaríkjanna. Verði hitinn staðfestur yrði það hæsta hitastig sem mælst hefur á jörðinni frá 1931 eða frá upphafi, sé mið tekið af ágúst. Í gær mældist hitinn 54,4 gráður klukkan 3:41 við Furnace Creek, sem hægt væri að þýða sem „Kyndiklefalækur“. WMO will verify the temperature of 130°F (54.4C) reported at Death Valley, California, on Sunday. This would be the hottest global temperature officially recorded since 1931. pic.twitter.com/AOaWHKWVKJ— World Meteorological Organization (@WMO) August 17, 2020 Árið 1931 mældist 55 gráðu hiti í Túnis en sérfræðingar hafa dregið þá mælingu verulega í efa. Sömuleiðis mældist 54 gráðu hiti í Dauðadalnum árið 1913 en sú mæling er einnig ekki talin trúverðug. Sérfræðingur sem Washington Post ræddi við segir útlit fyrir að tölurnar standist skoðun. Það muni þó taka nokkrar vikur að sannreyna mælinguna að fullu. Gífurleg hitabylgja gengur nú yfir vesturhluta Bandaríkjanna. Dauðadalurinn er lægsti, þurrasti og heitasti staður Bandaríkjanna. Kyndiklefalækur er 58 metra undir sjávarmáli í Mojave eyðimörkinni og er svæðið alræmt fyrir gífurlegan hita. Í júlí 2018 mældist meðalhiti svæðisins 42,3 gráður og er það heitasti mánuður heimsins.
Bandaríkin Loftslagsmál Veður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Sjá meira