Vilja fjögurra daga vinnuviku til að hindra stórfelldar uppsagnir Atli Ísleifsson skrifar 17. ágúst 2020 08:06 Frá verksmiðju Volkswagen í Zwickau. Getty Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu. Þýskaland Kjaramál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Stærsta stéttarfélag Þýskalands, IG Metall, hefur lagt til að fjögurra daga vinnuviku verði komið á í landinu til að koma megi í veg fyrir stórfelldar uppsagnir í þýskum iðnaði og bílaframleiðslu. Heimsfaraldurinn hefur, líkt og í öðrum löngum, haft mikil áhrif á þýskt efnahagslíf. Þýskir fjölmiðlar greindu frá tillögu IG Metall nú um helgina, en um er að ræða útspil stéttarfélagsins í aðdraganda kjaraviðræðna komandi vetrar. DW segir frá því að áður en til faraldursins kom hafi þýskur bílaiðnaður staðið frammi fyrir því að þurfa að ráðast í kerfislægar breytingar – aukna rafvæðingu, sjálfvirkni og aukna stafræna þróun. Segir Jörg Hoffman, forseti stéttarfélagsins, að styttri vinnuvika gæti reynst „svarið við þeim kerfislægu breytingum sem ráðast þurfi í innan til dæmis bílaiðnaðarins“. „Með þessum hætti verði hægt að viðhalda störfum í geiranum í stað þess að leggja störf niður,“ sagði Hoffman. IG Metall er stéttarfélag verkafólks sem starfar meðal annars hjá bílaframleiðendunum Audi, BMW og Porsche og er um að ræða stærsta stéttarfélag Evrópu. Alls starfa um 830 þúsund manns innan þýskrar bílaframleiðslum og standur geirinn fyrir um fimm prósent af vergri landsframleiðslu.
Þýskaland Kjaramál Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira