Segir að fráfall Kobe Bryant hafi þjappað Lakers-liðinu meira saman Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2020 11:30 Lið Los Angeles Lakers hefur ekki spilað leik sína að Kobe Bryant fórst í þyrluslysinu. Getty/ Andrew D. Bernstein Leikmenn Los Angeles Lakers eru farnir að æfa að nýju eftir nokkra daga hlé eftir að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi á sunnudaginn. Þjálfarinn, Frank Vogel, ræddi við fjölmiðla í gær. „Ég held að svona atburður geti aldrei sundrað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Frank Vogel en leik liðsins á móti Los Angeles Clippers á þriðjudaginn var frestað. „Þetta hefur bara styrkt þá trú sem við höfðum haft á þessum hóp sem er að við höfum orðið að fjölskyldu á skömmum tíma. Það er það sem þú talar mikið um við liðið þitt í NBA deildinni en þessi hópur hefur náð vel saman mjög fljótt,“ sagði Frank Vogel. „Við skiljum mikilvægið og möguleikana sem við höfum í ár og það hefur þjappað okkur enn meira saman,“ sagði Vogel. "It's been a deeply saddened time for all of us." Following today's #Lakers practice, Frank Vogel addressed the media regarding the tragic passing of Kobe & Gianna Bryant. pic.twitter.com/jggMqKendP— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) January 29, 2020 Æfingin endaði með því að allir leikmenn komu saman en í hópnum var einnig Rob Pelinka. Rob Pelinka var umboðsmaður Kobe Bryant í langan tíma en fór síðan að vinna fyrir Lakers og var einn nánasti vinur Kobe. Hann var einnig guðfaðir Giannu. Blaðamenn tóku eftir því að ljóskösturum var beint að treyjum Kobe, 8 og 24, sem héngu uppi í salnum. „Við viljum standa fyrir það sem skipti Kobe mestu máli. Við höfum alltaf vilja gera hann stoltan og það mun ekki breytast núna,“ sagði Vogel. Frank Vogel var sá eini í liðinu sem veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Þið getið talað þegar þið eruð tilbúnir til þess og ekki fyrr,“ sagði Frank Vogel við leikmenn sína. Lakers have grown closer together since Kobe Bryant's death, coach Frank Vogel says https://t.co/Zxbm6t48YKpic.twitter.com/DIAmLk9c4L— Sporting News NBA (@sn_nba) January 30, 2020 Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center á föstudagskvöld og Vogel trúir því að liðið hafi gott að því að komast inn á körfuboltavöllinn aftur. „Ég held að það hjálpi. Í hvert skiptið sem þú getur hugsað um eitthvað annað getur aðeins hjálpað til við að lækna sárin og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Vogel hrósaði jafnframt LeBron James og Anthony Davis hvernig þeir hafa farið fyrir hópnum á þessum erfiða tíma. None of the Lakers players felt ready to speak, so Coach Frank Vogel did it for them, eloquently: "We want to represent what Kobe was about." Vogel was the one had to tell players of Kobe's death when they were on the team plane back from Philadelphia on Sunday. pic.twitter.com/djRiJCGZo6— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 30, 2020 „Við höfum farið yfir það með þeim hvernig næstu dagar verða. Þeir hafa sagt sitt til að hjálpa hópnum að ná stjórn á sínum tilfinningum og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Það kom í hlut Frank Vogel að færa leikmönnum sínum þessar hræðilegu fréttir í flugvél á leiðinni frá Philadelpha til Los Angeles. Hann gekk þá á milli leikmanna. „Það tók mikið á að fara á milli manna, faðma þá og láta þá vita,“ sagði Vogel. Eftir að flugvélin lenti í Los Angeles þá komst bara eitt að hjá þjálfaranum. „Ég fór heim og faðmaði fjölskylduna,“ sagði Vogel en hann á tvær dætur. Frank Vogel asked the Lakers who wanted to speak first. No one answered. After about 15 seconds, LeBron James stood up. “I’ll go,” he said. Inside the first team gathering since Kobe’s death as the Lakers begin the monumental task of moving forward. https://t.co/gYgkXgvZcI— Bill Oram (@billoram) January 29, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Leikmenn Los Angeles Lakers eru farnir að æfa að nýju eftir nokkra daga hlé eftir að Kobe Bryant fórst í þyrluslysi á sunnudaginn. Þjálfarinn, Frank Vogel, ræddi við fjölmiðla í gær. „Ég held að svona atburður geti aldrei sundrað okkur á einn eða annan hátt,“ sagði Frank Vogel en leik liðsins á móti Los Angeles Clippers á þriðjudaginn var frestað. „Þetta hefur bara styrkt þá trú sem við höfðum haft á þessum hóp sem er að við höfum orðið að fjölskyldu á skömmum tíma. Það er það sem þú talar mikið um við liðið þitt í NBA deildinni en þessi hópur hefur náð vel saman mjög fljótt,“ sagði Frank Vogel. „Við skiljum mikilvægið og möguleikana sem við höfum í ár og það hefur þjappað okkur enn meira saman,“ sagði Vogel. "It's been a deeply saddened time for all of us." Following today's #Lakers practice, Frank Vogel addressed the media regarding the tragic passing of Kobe & Gianna Bryant. pic.twitter.com/jggMqKendP— Spectrum SportsNet (@SpectrumSN) January 29, 2020 Æfingin endaði með því að allir leikmenn komu saman en í hópnum var einnig Rob Pelinka. Rob Pelinka var umboðsmaður Kobe Bryant í langan tíma en fór síðan að vinna fyrir Lakers og var einn nánasti vinur Kobe. Hann var einnig guðfaðir Giannu. Blaðamenn tóku eftir því að ljóskösturum var beint að treyjum Kobe, 8 og 24, sem héngu uppi í salnum. „Við viljum standa fyrir það sem skipti Kobe mestu máli. Við höfum alltaf vilja gera hann stoltan og það mun ekki breytast núna,“ sagði Vogel. Frank Vogel var sá eini í liðinu sem veitti fjölmiðlamönnum viðtal. „Þið getið talað þegar þið eruð tilbúnir til þess og ekki fyrr,“ sagði Frank Vogel við leikmenn sína. Lakers have grown closer together since Kobe Bryant's death, coach Frank Vogel says https://t.co/Zxbm6t48YKpic.twitter.com/DIAmLk9c4L— Sporting News NBA (@sn_nba) January 30, 2020 Næsti leikur Los Angeles Lakers er á móti Portland Trail Blazers í Staples Center á föstudagskvöld og Vogel trúir því að liðið hafi gott að því að komast inn á körfuboltavöllinn aftur. „Ég held að það hjálpi. Í hvert skiptið sem þú getur hugsað um eitthvað annað getur aðeins hjálpað til við að lækna sárin og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Vogel hrósaði jafnframt LeBron James og Anthony Davis hvernig þeir hafa farið fyrir hópnum á þessum erfiða tíma. None of the Lakers players felt ready to speak, so Coach Frank Vogel did it for them, eloquently: "We want to represent what Kobe was about." Vogel was the one had to tell players of Kobe's death when they were on the team plane back from Philadelphia on Sunday. pic.twitter.com/djRiJCGZo6— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 30, 2020 „Við höfum farið yfir það með þeim hvernig næstu dagar verða. Þeir hafa sagt sitt til að hjálpa hópnum að ná stjórn á sínum tilfinningum og komast í gegnum þetta,“ sagði Vogel. Það kom í hlut Frank Vogel að færa leikmönnum sínum þessar hræðilegu fréttir í flugvél á leiðinni frá Philadelpha til Los Angeles. Hann gekk þá á milli leikmanna. „Það tók mikið á að fara á milli manna, faðma þá og láta þá vita,“ sagði Vogel. Eftir að flugvélin lenti í Los Angeles þá komst bara eitt að hjá þjálfaranum. „Ég fór heim og faðmaði fjölskylduna,“ sagði Vogel en hann á tvær dætur. Frank Vogel asked the Lakers who wanted to speak first. No one answered. After about 15 seconds, LeBron James stood up. “I’ll go,” he said. Inside the first team gathering since Kobe’s death as the Lakers begin the monumental task of moving forward. https://t.co/gYgkXgvZcI— Bill Oram (@billoram) January 29, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti