Innlent

Nallinn ómar í Háskólabíó

Samúel Karl Ólason skrifar

BSRB, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Bandalag háskólamanna, Sameyki og Sjúkraliðafélag Íslands stóðu í dag fyrir baráttufundi opinberra starfsmanna í Háskólabíó. Þar kom fólk saman og krafðist þess að opinberir launagreiðendur geri kjarasamninga við starfsfólk sitt.

Á fundinum voru ávörp og inn á milli þeirra tóku Jónas Sig og hljómsveit og Reykjavíkurdætur nokkur lög.

Á einum tímapunkti tóku allir fundargestir undir þegar Nallinn, eða Internationalinn svokallaði, baráttusöngur verkalýðsins var sunginn. Þann söng má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×