Boris Johnson segir Brexit upphaf en ekki endi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2020 08:15 Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, fylgir Brexit úr hlaði með ávarpi til þjóðar sinnar í kvöld. vísir/epa Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Bretland gengur úr Evrópusambandinu í dag. Þrjú og hálft eru liðin síðan breska þjóðin samþykkti Brexit í atkvæðagreiðslu þar sem afar mjótt var á mununum; 52 prósent vildu útgöngu en 48 prósent voru henni andvíg. Nú tekur við ellefu mánaða aðlögunartímabil þar sem Bretland telst vera de facto-aðili að innri markaði ESB en hvað tekur við að því loknu er óljóst. Á komandi mánuðum munu Bretar eiga í samningaviðræðum við ESB sem og EES-ríkin, þar með talið Ísland, um það hvernig framtíðarsambandi landsins við sambandið verður háttað. Það þarf til dæmis að semja um frjálsa för fólks, tolla og markaðsviðskipti og þjónustuviðskipti. Það má því segja að verkefnið framundan sé ærið. Útgangan er klukkan ellefu í kvöld en klukkustund áður, klukkan tíu, mun Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, ávarpa þjóð sína. Fjallað er um innihald ræðunnar á vef BBC þar sem segir að Johnson muni meðal annars fagna upphafi nýs tímabils. Brexit sé upphaf en ekki endir og það að slíta böndin við 27 aðildarríki ESB sé raunveruleg byrjun og breyting fyrir Breta. Lítið muni þó breytast til að byrja með á meðan aðlögunartímabilið stendur yfir. „Það mikilvægast sem þarf að segja í kvöld er að þetta er ekki endir heldur upphaf. Þetta er stund nýrrar dögunar og leiktjaldið fer upp fyrir næsta þátt. Þetta er stund raunverulegrar byrjunar og breytingar,“ mun Johnson segja í ræðunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48 Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40 Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53 Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Fleiri fréttir Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Sjá meira
Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. 28. janúar 2020 16:48
Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. 22. janúar 2020 23:40
Bretar kvaddir á Evrópuþinginu Úrganga Bretlands úr Evrópusambandinu hefur verið samþykkt af Evrópuþinginu. 29. janúar 2020 17:53
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent