Lífið

Segir að einhleypir verði fyrir fordómum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Margrét er ritstjóri vefsins Pjatt.is.
Margrét er ritstjóri vefsins Pjatt.is.

„Það spilar eiginlega margt inn í. Til að mynda vinkona mín vinnur á vinnustað og borgar í starfsmannasjóð allt árið. Svo kemur að árshátíð og þá má hún ekki taka með vinkonu sína,“ segir fjölmiðlakonan Margrét Hugrún Gústavsdóttir, ritstjóri vefsins Pjatt.is sem skrifaði á dögunum grein á síðuna sem fjallar um að einhleypt fólk verði fyrir fordómum.

Vala Matt hitti hana í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær og sagði Margrét áhugaverðar reynslusögur fólks og þar kemur ýmislegt á óvart. Og svo hittir Vala einnig fatahönnuðinn og stílistann Önnu Gullu Rúnarsdóttur sem hefur verið einhleyp lengi, kannast við flest af því sem Margrét skrifar um einhleypa og fordóma gagnvart því fólki.

„Þetta er bara ósanngjarnt og meikar ekkert sens. Af hverju verður þú að vera með sama lögheimili og manneskjan sem þú býður með á árshátíð? eða stunda mök með henni. Þetta finnst mér skrýtið og ég vil að þetta breytist.“

Margrét hefur sjálf aldrei gift sig og verið í margra ára sambandi.

„Ég hef alltaf verið með mikla frelsisþörf frá því að ég var mjög ung. Ég hef búið út um allan heim og það hefur togað meira í mig heldur en að vera eiginkona.“

Margrét segir að leyndir fordómar gagnvart einhleypum séu daglegt brauð í íslensku samfélagi.

Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×