Innlent

ÍR-ingar rann­saka fjár­drátt starfs­manns

Atli Ísleifsson skrifar
Málið hefur enn ekki verið tilkynnt til lögreglu en haft er eftir Ingigerði að það verði gert þegar innri rannsókn félagsins sé lokið.
Málið hefur enn ekki verið tilkynnt til lögreglu en haft er eftir Ingigerði að það verði gert þegar innri rannsókn félagsins sé lokið. vísir/vilhelm

Aðalstjórn Íþróttafélags Reykjavíkur (ÍR) hefur að undanförnu verið með fjárdrátt starfsmanns félagsins til rannsóknar, en upp komst um málið í lok síðasta árs og var starfsmaðurinn í kjölfarið látinn fara.

Mannlíf greinir frá málinu og segir frá því að fjárhæðirnar, sem vitað er um að starfsmaðurinn hafi dregið sér, hafi nú þegar verið endurgreiddar.

Ekki er tekið fram hvaða upphæðir um ræðir en Ingigerður Guðmundsdóttir, formaður aðalstjórnar félagsins, hafnar því að þær hlaupi á tugum milljóna líkt og heimildir Mannlíf herma.

Málið hefur enn ekki verið tilkynnt til lögreglu en haft er eftir Ingigerði að það verði gert þegar innri rannsókn félagsins sé lokið.

Segir hún að um „algjöran harmleik“ sé að ræða og að félagið vilji ná betur utan um málið áður en hún tjáir sig frekar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×