Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa staðfest að tvö tilfelli Wuhan-kórónaveirunnar hafi greinst í Englandi. Þetta eru fyrsti staðfestu tilfellin sem upp hafa komið í Bretlandi.
Talsmaður breskra hreilbrigðisyfirvalda segja að hin smituðu séu úr sömu fjölskyldu.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO ákvað í gær að lýsa yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna veirufaraldursins.
Gærdagurinn var sá mannskæðasti til þessa frá því að faraldurinn hófst en alls hafa 213 látið lífið af völdum veirunnar. Alls var tilkynnt um 43 látna í gær.
Þá nálgast fjöldi staðfestra smita 10 þúsund en hann stendur nú í 9.692 staðfestum smitum í Kína og 129 staðfestum smitum í 23 öðrum löndum eða svæðum.