Sport

Í beinni í dag: Bar­áttan um Hafnar­fjörð, Madrídarslagur og Birkir Bjarna­son

Anton Ingi Leifsson skrifar
Brot af því besta í dag.
Brot af því besta í dag. vísir/samsett

Það er nóg um að vera á sportrásum Stöðvar 2 í dag en alls eru tólf beinar útsendingar í dag.

Dagurinn hefst með Saudi International mótinu sem er hluti af Evrópumótaröðinni í golfi og síðar í dag er svo Waste Management Phoenix Open sem er hluti af PGA-túrnum.

Birkir Bjarnason verður væntanlega í eldlínunni með Brescia er liðið mætir Bologna á útivelli í ítalska boltanum.

Það er svo stórleikur í spænska boltanum er Real Madrid og Atletico Madrid mætast í slagnum um Madríd.

Það er ekki eini grannaslagur dagsins því FH og Haukar mætast í Olís-deild karla í kvöld en gengi Hauka gegn FH hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarin ár gegn þeim hvítklæddu.

Allar beinu útsendingar næstu daga má finna á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar dagsins

09.30 Saudi International (Stöð 2 Golf)

12.25 Hull City - Brentford (Stöð 2 Sport)

13.50 Bologna - Brescia (Stöð 2 Sport 3)

14.50 Real Madrid - Atletico Madrid (Stöð 2 Sport)

14.55 Leeds - Wigan (Stöð 2 Sport 2)

15.50 KA/Þór - Afturelding (Stöð 2 Sport 4)

17.20 Real Mallorca - Real Valladolid (Stöð 2 Sport 2)

17.50 KA - HK (Stöð 2 Sport)

18.00 Waste Management Phoenix Open (Stöð 2 Golf)

19.35 Sassuolo - Roma (Söð 2 Sport 2)

19.45 FH - Haukar (Stöð 2 Sport)

19.50 Valencia - Celta Vigo (Stöð 2 Sport 3)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×