Upplausn í Miss Global og Guðrúnu sagt að flýja land Stefán Árni Pálsson skrifar 20. janúar 2020 11:48 Guðrún flaug beint til Frankfurt og er á leiðinni heim. Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina og greinir Guðrún frá því á Instagram-stories. „Keppninni var aflýst. Ég útskýri betur þegar ég er komin heim,“ segir Guðrún í sögu sinni á Instagram. Hún segir að keppendum hafi verið ráðlagt að fara rakleiðis af hótelinu og koma sér á flugvöllinn í borginni og þaðan úr landi. Af Instagram-reikningi Guðrúnar. „Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó. Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður.“ Allt varð í raun vitlaust á sviðinu á lokakvöldinu en þá var búið að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum hafi verið bætt við í úrslit og alls væru komnar 18 konur áfram en til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global. Hér að neðan má sjá útskýringar af atburðum gærkvöldsins og þar má sjá Miss Kólumbíu tryllast á sviðinu og saka forsvarsmenn keppninnar um spillingu. Konunni sem var bætt við sem ellefta konan í úrslit er frá Tékklandi og var hún tilkynnt sem sigurvegari síðar um kvöldið. Hér má einnig sjá færslu á Instagram þar sem spilling kemur heldur betur við sögu. Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Guðrún Sigurbjörnsdóttir tók þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó um helgina. Keppnin er frábrugðin öðrum fegurðarsamkeppnum fyrir þær sakir að hún er sú eina sem leyfir konum sem hafa átt börn að taka þátt. Það má með sanni segja að keppnin hafi ekki farið vel fram og varð hreinlega allt vitlaust á lokakvöldinu. Svo virðist sem mikið spillingarmál hafi komið upp í tengslum við keppnina og greinir Guðrún frá því á Instagram-stories. „Keppninni var aflýst. Ég útskýri betur þegar ég er komin heim,“ segir Guðrún í sögu sinni á Instagram. Hún segir að keppendum hafi verið ráðlagt að fara rakleiðis af hótelinu og koma sér á flugvöllinn í borginni og þaðan úr landi. Af Instagram-reikningi Guðrúnar. „Ég svara öllum spurningum um leið og ég er komin frá Mexíkó. Við vorum beðnar um að tjá okkur ekki neitt fyrr en við værum komnar í skjól. Frekar dramatískur endir því miður.“ Allt varð í raun vitlaust á sviðinu á lokakvöldinu en þá var búið að tilkynna um þær konur sem væru í efstu tíu sætunum. Allt í einu birtist maður á sviðinu og tilkynnir að búið sé að bæta við einni konu og því væru 11 konur komnar í úrslit. Því næst mætir sami maður á sviðið og tilkynnir að sjö keppendum hafi verið bætt við í úrslit og alls væru komnar 18 konur áfram en til að byrja með tóku 60 konur þátt í Miss Global. Hér að neðan má sjá útskýringar af atburðum gærkvöldsins og þar má sjá Miss Kólumbíu tryllast á sviðinu og saka forsvarsmenn keppninnar um spillingu. Konunni sem var bætt við sem ellefta konan í úrslit er frá Tékklandi og var hún tilkynnt sem sigurvegari síðar um kvöldið. Hér má einnig sjá færslu á Instagram þar sem spilling kemur heldur betur við sögu.
Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00 Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Sjá meira
Keppir í einu fegurðarsamkeppninni sem leyfir mæður: „Við erum ekki minna fallegar þó við höfum átt barn“ Guðrún Sigurbjörnsdóttir mun keppa í fegurðarsamkeppninni Miss Global fyrir hönd Íslands í Mexíkó í janúar næstkomandi. 26. október 2019 15:00