Vonar að styttur opnunartími leikskóla verði aprílgabb Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. janúar 2020 18:30 Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Tillaga um að fallið verði frá skerðingu á opnunartíma á leikskólum Reykjavíkurborgar verður lögð fram í borgarstjórn á morgun. Oddviti Sjálfstæðismanna segist finna mikinn stuðning við tillöguna og vonar að fyrirhuguð breyting þann fyrsta apríl verði aprílgabb. Meirihluti skóla-og frístundaráðs Reykjavíkur samþykkti í síðustu viku tillögu stýrihóps um að opnunartími leikskóla verði styttur um hálftíma þannig að þeir loka klukkan hálf fimm í stað fimm frá og með 1. apríl. Áformin hafa mælst misjafnlega fyrir. Til að mynda skrifa 20 konur grein á Vísi í dag þar sem skorað er á borgarráð að hafna breytingunum. Félag leikskólakennara styður hins vegar tillöguna. Sjálfstæðismenn hafa verið henni mótfallnir og á borgarstjórnarfundi á morgun verður lögð fram tillaga um að fallið verði frá breytingunni og í stað hennar verði opnunartími leikskóla sveigjanlegur. „Ég held að það séu margir sem vilja að þessi þjónusta sé í boði til klukkan fimm. Þetta var jafnréttismál á sínum tíma og þetta er þjónusta fyrir vinnandi fjölskyldufólk,“ segir Eyþór Arnalds oddviti Sjálfstæðismanna í borginni. Hann segir að margir foreldrar hafi haft samband vegna málsins. „Við vitum um dæmi þess að þetta er mjög erfitt fyrir suma. Þeir eru kannski að starfa til fimm en þurfa þá að fara fyrr úr vinnu, þess vegna er þetta jafnréttismál og líka þjónusta við íbúa og börnin,“ segir Eyþór. Hann segist finna mikinn stuðning við málflutning Sjálfstæðisflokksins. „Það hafa margir haft samband við okkur vegna málsins. Þá sjáum við að stuðningmenn meirihlutans hafa lýst sig mótfallna tillögunni t.d. á vefmiðlum. Þannig að það er því fullt tilefni til að endurskoða þessa ákvörðun. Fyrsti apríl er skammt undan og hann getur líka bara verið gabb,“ segir Eyþór að lokum.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira