Katrín var minnst 43 kíló: „Ég sá beinin út um allt en vildi samt meira“ Stefán Árni Pálsson skrifar 22. janúar 2020 10:30 Katrín komst á beinu brautina. Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni. Heilsa Ísland í dag Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira
Hún stefndi að því að verða ballerína, vildi ná betri árangri, reyndi sífellt að ná af sér fleiri kílóum og þróaðist megrunin út í anorexíu. Katrín Þóra Sigurbjörnsdóttir var svo langt leidd á tímabili að á einum tímapunkti var hún staðráðin í að taka eigið líf. Í dag er hún einkaþjálfari hjá Reebok Fitness. Eva Laufey hitti Katrínu á dögunum og fékk að heyra sögu hennar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Vandamálið fór vaxandi og fyrst ætlaði ég ekkert að svelta mig og verða eins og beinagrind,“ segir Katrín Þóra. „Til að byrja með skrifaði ég hvað ég borðaði yfir daginn og svo fór ég að áætlan hvað ég ætlaði að borða yfir daginn fyrirfram. Hvað ég ætlaði að borða margar hitaeiningar yfir daginn og þá fór þetta að verða skemmtilegt, því þá gat ég alltaf strikað út hverja máltíð og svo ákveða að sleppa einhverju og sjá hvernig það gengur. Það gekk. Svo hélt ég áfram að minnka og minnka matinn þangað til að hann var hreinlega kominn niður í ekki neitt.“ Hún segist hafa vaknað á undan öllum á heimilinu til að fara í strætó og gat því sleppt því að borða morgunmat. „Svo fór ég í skólann og tók alltaf með mér eitt jógurt og eitt epli. Svo fór ég í skólann, var þar til svona tvö og fór svo á æfingu til svona fjögur, oft til níu eða hálftíu og þá kom ég heim og borðaði kvöldmat. Þá borðaði ég góðan kvöldmat hérna heima svo enginn myndi taka eftir þessu.“ Algjör brenglun Hún segist hafa upplifað sig sem mjög duglega manneskju og horft á aðra í kringum sig vera borða venjulegan mat og hugsað að þetta þyrfti hún ekki að gera. „Hugsunin verður svo brengluð, að ég sé yfir aðra hafin því ég geti neitað mér um hluti. Fyrst var þetta mjög skemmtilegt, því ég sá árangur. En svo grenntist ég rosalega mikið og ég sá það sjálf. Þegar ég leit í spegilinn sá ég hvað ég var grönn, ég sá beinin út um allt en vildi samt meira.“ Hún segir að fjölskyldan hafi fyrst haldið að hún væri einfaldlega að æfa of mikið. „Svo þegar ég fór að neita mat fyrir framan þau fóru þau að taka eftir því að ég var ekki eins og vanalega. Skapið mitt fór að breytast en ég hafði alltaf verið frekar geðgóð. Þegar maður er svangur verður maður pirraður,“ segir Katrín sem náði að vinna sig út úr anórexíunni og lifir í dag góðu lífi. Hún varð minnst 43 kíló. Hér að neðan má heyra viðtalið við hana í heild sinni.
Heilsa Ísland í dag Mest lesið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Opnar sig um sviplegt fráfall eiginmannsins „Lítið ömmugull á leiðinni“ hjá Siggu Lund Sjá meira