Frakklandsforseti húðskammaði ísraelskan lögreglumann Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 22:47 Macron var ekki sáttur. Skjáskot/Twitter Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana. Frakkland Ísrael Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Emmanuel Macron Frakklandsforseti setti ofan í við ísraelskan lögreglumann fyrir að hafa verið inni í kaþólskri kirkju á yfirráðasvæði Frakklands í Jerúsalem í dag. Forsetinn var í heimsókn í borginni í dag, en hann er staddur í Ísrael til þess að vera viðstaddur minningarathöfn um fórnarlömb Helfararinnar. Athöfnin er haldin af ísraelskum stjórnvöldum. Macron var á gangi um borgina og hugðist meðal annars heimsækja kirkju heilagrar Önnu. Kirkjan er álitin undir yfirráðum Frakklands, og hefur verið það frá árinu 1856, þegar ottómanski soldáninn Abdülmecid færði hana Napóleoni þriðja að gjöf. Í myndbandi af atvikinu umrædda má sjá Macron byrsta sig við viðstadda vegna athæfis lögreglumannsins. „Vinsamlegast farðu út,“ heyrðist Macron meðal annars segja. „Gerið það, virðið reglurnar. Svona hafa þær verið um aldir. Þær munu ekki breytast með mér.“ Coup de colère de #Macron contre la police israélienne à Jérusalem. Dans les pas de Chirac en 1996 pic.twitter.com/DKP5ICThTK— Ava Djamshidi (@AvaDjamshidi) January 22, 2020 Margir hafa bent á líkindi með atvikinu og öðru sem gerðist á sama stað árið 1996. Þá taldi Jacques Chirac, þáverandi forseti Frakklands, viðveru ísraelskra öryggissveita við kirkjuna vera ögrun. Raunar hótaði hann þá að fljúga rakleiðis aftur til Frakklands, yrði málið ekki leyst eftir hans höfði. Ísraelsk lögregluyfirvöld og innanlandsleyniþjónusta Ísraels, Shin Bet, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í kjölfar atviksins í dag. Þar sagði að ákveðið hefði verið að lögreglumaður og vörður á vegum leyniþjónustunnar myndu fylgja Macron inn í kirkjuna. Í yfirlýsingunni kom einnig fram að eftir að Macron heimsótti kirkjuna hafi hann beðist afsökunar á atvikinu og tekist í hendur við öryggisfulltrúana.
Frakkland Ísrael Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira