Segir Bretland komið yfir „Brexit-marklínuna“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. janúar 2020 23:40 Boris Johnson segir Breta komna yfir marklínuna. Vísir/Getty Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands. Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira
Lávarðadeild breska þingsins samþykkti í kvöld frumvarp sem ætlað er að lögleiða útgöngusamning Bretlands við Evrópusambandið. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir Brexit svo gott sem í höfn. Frumvarpið bíður nú undirskriftar Elísabetar Englandsdrottningar, en talið er að hún muni staðfesta frumvarpið í þessari viku, og þar með verði frumvarpið að lögum. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir ríkið nú geta „haldið sameinað inn í framtíðina“ og kvatt „áralanga óvild og sundrung.“ Að óbreyttu mun Bretland yfirgefa Evrópusambandið klukkan 11 að kvöldi 31. janúar, en meira en þrjú og hálft ár er síðan Bretar samþykktu að yfirgefa sambandið með naumri þjóðaratkvæðagreiðslu í júní 2016. Þann 1. febrúar munu Bretar síðan ganga inn í 11 mánaða umskiptaskeið, þar sem ríkið mun áfram þurfa að lúta gerðum ESB. Frá og með útgöngunni mun Bretland þó ekki lengur eiga fulltrúa innan stofnana sambandsins. Ráðgert er að þeirri skipan mála ljúki síðan við upphaf ársins 2021. Þá er vonast til að Bretland og Evrópusambandið verði búin að semja um stjórnmála-, öryggis- og efnahagssamband sín á milli, en breskir ráðamenn binda vonir við að geta gert hagstæðan fríverslunarsamning við sambandið. Evrópusambandið ræður ráðum sínum Gert er ráð fyrir því að á næstu dögum komi leiðtogar ESB til með að skrifa undir útgöngusamning Breta við sambandið. Eftir viku kemur Evrópuþingið saman til þess greiða atkvæði um samninginn, en í honum er meðal annars að finna ákvæði um réttindi borgara aðildarríkja ESB sem búsettir eru í Bretlandi sem og Breta búsettra innan ESB, auk sérstakra ráðstafana vegna málefna Norður-Írlands.
Bretland Brexit Evrópusambandið Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Fleiri fréttir Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sjá meira