Byrjað á kolröngum enda Smári Jökull Jónsson skrifar 23. janúar 2020 08:00 Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Mér finnst svo margt galið við umræðuna um styttingu opnunartíma leikskóla. Til dæmis það að margir þeir sem eru fylgjandi því að minnka opnunartíma leikskóla miða öll sín rök út frá þeim sem eru í bestu stöðunni til að takast á við þessar breytingar. Hvað með einstæða foreldrið sem vinnur 8:30-16:30 og hefur enga möguleika á að minnka vinnutíma (tekjutap) eða breyta honum. Haldið þið að þessar breytingar séu barni þessa eistaklings til góða? Svo er þetta sama barn aldrei í sumarfríi með foreldri sínu því það er skikkað í frí í júlí þegar foreldrið getur bara verið í fríi í júní. Ég held að það sé gömul saga að fólk líti á leikskóla sem geymslu fyrir krakka eða pössun því það nennir ekki að vera með þeim heima hjá sér. Fólk fær leikskólapláss fyrir börnin sín vegna þess að það er að vinna. Þannig er það í 99% tilfella. Þetta er ekki geymsla fyrir börn, heldur þjónustu- og menntastofnun sem sinnir gríðarlega mikilvægu starfi fyrir yngstu íbúa landsins. Ég vann á leikskóla í Svíþjóð í 3 ár sem var opinn frá 7-18. Stundum 6:30-18:30. Foreldrar þurftu að skila inn pappírum undirrituðum af vinnuveitanda varðandi vinnutíma. Við það var bætt ferðatíma til/frá vinnu og það var vistunartími barnsins. Ef þú vannst 8:30-16:30 og varst 15 mínútur að ferðast til/frá vinnu þá var vistunartíminn frá 8:15-16:45. Ef þú vannst 9-17 þá var vistunartíminn 8:45-17:15. Tíminn var einfaldlega ákveðinn út frá vinnutíma foreldris. Fyrir sumarið skiluðu foreldrar síðan inn pappírum varðandi sumarfrí. Öll börn urðu að taka minnst 4 vikur í frí (flestir voru lengur) og tóku þá frí þegar foreldrar voru í fríi. Það var einfaldlega bannað að vera í fríi sjálfur en vera með barnið á leikskóla. Leikskólanum var aldrei lokað yfir sumarið, sparnaður náðist með sameiningu deilda og skipulagningu á sumarfríi barna og starfsmanna. Fólk er stimplað sem ábyrgðarlaust ef það vogar sér að nefna að þessi breyting komi illa við það. Að setja þetta upp þannig að “sumir þurfa að selja sportbíllinn sinn til að vagninn komist í skottið” finnst mér lýsa svo fullkomnu þekkingarleysi á aðstæðum fólks að ég á bara ekki til orð. Enn og aftur verið að setja upp einhverjar forsendur sem miða út frá agnarlitlum hluta samfélagsins. Ég er algjörlega hlynntur því að unnið sé að því að börn séu ekki á leikskólum óeðlilega lengi á hverjum degi, að reynt sé að búa til samfélag sem gefur fjölskyldum góða möguleika á samveru. Og mér finnst afar mikilvægt að búa til gott starfsumhverfi á leikskólum og fjölga þar fagmenntuðu starfsfólki. Þetta er samt ekki rétta aðferðin. Það er verið að byrja á kolröngum enda.Höfundur er kennari.
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun