Þetta er leikskólinn Hagaborg Ólafur Brynjar Bjarkason skrifar 23. janúar 2020 14:00 Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Sjá meira
Þetta er leikskólinn Hagaborg. Hér starfa ég dags daglega við að stýra leikskólastarfi fyrir Reykjavíkurborg. Starfið er skemmtilegt og ég vil gjarnan halda því áfram. Mér rennur blóð til skyldunnar að sinna þessu starfi vel, hafandi verið tengdur Hagaborg í bráðum 20 ár. Ég hef sinnt flestum störfum innan leikskólans, tvö af börnunum mínum voru þar, konan mín hefur starfað þar og margir núverandi og fyrrverandi Hagaborgarar eru vinir mínir. Mér finnst því mikilvægt að vel sé staðið að starfinu í Hagaborg. Ég veit ekki hvort að fólk átti sig á því hvernig er að vera leikskólakennari í dag. Það er að vissu leyti eins og að standa upp á dekki á risastóru skipi sem siglir rétt fyrir utan höfnina og allt samfélagið stendur á bryggjunni og horfir á. Og við erum hægt og rólega að sökkva. En fáir kippa sér upp við það. Ég veit að starfið í Hagaborg er gott, einfaldlega vegna þess að ég er með frábæran hóp af starfsfólki og stjórnendum sem eru hluti af sterkum kjarna sem hafa starfað í Hagaborg í mörg ár og ætla flestir að gera svo áfram. Síðar á árinu verður Hagaborgin 60 ára og munum við fagna því eins og vera ber. En ég velti því stundum fyrir mér hvernig staðan verður í Hagaborg þegar hún verður 70 ára eða 80 ára. Þá verða flestir úr þessum sterka kjarna farnir á eftirlaun og í dag eru ekki margir sem standa í röð til að fylla í skarðið. Þeir eru reyndar örfáir. Staðan er eitthvað á þessa leið. Álagið við að starfa í leikskóla er töluvert og t.a.m. hafa margir leikskólakennara farið til starfa á öðrum vettvangi. Sumir eftir að hafa verið í veikindaleyfi frá leikskólastarfinu. Álagið stafar meðal annars út af því að það eru of mörg börn, í of litlu rými, í of langan tíma á dag. Allt of margir leikskólar eru í húsnæði sem hentar ekki starfseminni – deildir eru litlar, lítil sem engin aðstaða er fyrir starfsfólk og lóðir eru úr sér gengnar. Svo eru fáir að fara í námið, sem þýðir að hópurinn sem ætti að koma til að taka við keflinu er ekki til staðar. Hagaborg.Hagaborg. En! En! En! Málið er! Að í leikskólum þar sem starfar góður kjarni af starfsfólki og leikskólakennarar eru faglegir leiðtogar. Þar er ekki endilega svo mikið álag. Þar er starfið í föstum skorðum. Börnin og starfsfólkið finna fyrir öryggi og allir vita til hvers er ætlast = Öllum líður vel. Ég vil líka taka fram að Reykjavíkurborg (ég þekki ekki jafnvel önnur sveitarfélög) hefur tekið mörg góð skref í áttina að því að bæta vinnuaðstæður í leikskólum. Það má ekki gleyma því. Það er markvisst verið að fækka börnum á deildum, aukið fjármagn er að fara í húsnæði og lóðir og nú er nýtt og spennandi verkefni að fara af stað í Breiðholti sem ég held að gæti haft jákvæð áhrif fyrir leikskólastarf. Bær í borg. Þannig að það er verið að laga sökkvandi skipið og við erum rétt svo á floti. Það sem ég er að reyna að segja hérna er að ef heldur fram sem horfir verður starf í leikskóla mikið álagsstarf. Mikil starfsmannavelta og fáir fagaðilar að störfum = mikið álag = fáir haldast í starfinu = ekkert gæðastarf = engum líður vel. Ég veit að þetta er hættan vegna þess að þetta er þegar að gerast. Því miður. Ég vona bara að þegar mín kæra Hagaborg verður 80 ára verði leikskólastarf í gangi í leikskólanum sem hún á skilið. Höfundur er leikskólastjóri Hagaborgar.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun