Óttast slys vegna lélegra merkinga á Reykjanesbraut Kjartan Kjartansson skrifar 24. janúar 2020 23:15 Dimmt var um að litast á Reykjanesbrautinni þegar Þórólfur átti þar leið um snemmkveldis. Skjáskot/Þórólfur Júlían Dagsson Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar. Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira
Aðeins tímaspursmál er hvenær verður slys á Reykjanesbraut við Hafnarfjörð vegna lélegra merkinga á vinnusvæði þar, að mati Þórólfs Júlíans Dagssonar sem hefur tekið þátt í starfi þrýstihóps um tvöföldun brautarinnar. Skilti sem skilja að akreinar í gagnstæða átt eru svo illsjáanleg að Þórólfur telur þau ekki segja ökumönnum neitt. Frosinn snjór hjúpaði skiltin þegar Þórólfur var á ferð eftir Reykjanesbrautinni nærri Vallahverfi á sjöunda tímanum í kvöld. Hann tók myndband af því þegar hann fór út úr bíl sínum til að þurrka af einu þeirra til að betur sæist hvert það vísaði ökumönnum að fara. Í samtali við Vísi segir Þórólfur að hann hafi verið nærri því að keyra á eina stikuna fyrir framkvæmdir við tvöföldun brautarinnar því þær hafi verið svo dökkar í janúarmyrkrinu. „Það er búið að setja upp alls konar stikur, dót og skilti. Þau bara segja voðalega lítið þessi skilti. Fólk sem er að koma þarna í fyrsta skipti veit ekkert hvað þetta þýðir,“ segir Þórólfur sem hafði samband við lögreglu sem vísaði honum á Vegagerðina. Sá sem Þórólfur ræddi við hjá Vegagerðinni gat ekki sagt til um hvenær brugðist yrði við ábendingu hans. „Það verður að finna aðra lausn en eins og þetta er núna. Það er bara tímaspursmál hvenær verður slys þarna,“ segir hann. Sérstaklega hefur Þórólfur áhyggjur af öllum þeim erlendu ökumönnum sem aka um svæðið til og frá Keflavíkurflugvelli og þekkja ekki aðstæður. „Þetta eru fáránlegar aðstæður fyrir erlenda ferðamenn að koma í,“ segir hann. Þórólfur telur enga lausn í því að hreinsa skiltin. Þrýstihópurinn „Stopp, hingað og ekki lengra“ sem berst fyrir tvöföldun Reykjanesbrautarinnar til að útrýma tíðum slysum þar hefur viljað að Vegagerðin skildi að akreinar þar sem ekki er búið að tvöfalda. Þórólfur segir að ef fé sem hefur verið úthlutað til framkvæmda við Reykjanesbrautina hefði verið varið í að skilja akreinarnar strax að væri vandamálið ekki til staðar.
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Sjá meira