Innlent

Minnka framleiðslu í Straumsvík um 15 prósent

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík í sumar. Kerskálanum var lokað í kjölfarið.
Ljósbogi myndaðist í þriðja kerskála álversins í Straumsvík í sumar. Kerskálanum var lokað í kjölfarið. Vísir/vilhelm

Álver Rio Tinto í Straumsvík hefur ákveðið að draga úr framleiðslu sinni um 15 prósent á þessu ári. Framleiðslan mun þannig nema 184 þúsund tonnum á þessu ári miðað við 212 þúsund tonn árið 2018. Morgunblaðið greinir frá og hefur jafnframt eftir heimildum sínum að Landsvirkjun verði af 2,5 milljörðum króna vegna minni raforkunotkunar í Straumsvík á grundvelli samdráttarins.

Forsvarsmenn Rio Tinto ákváðu að verksmiðjan verði ekki keyrð á fullum afköstum í ár. Hún hefur ekki verið keyrð á fullum afköstum eftir að raskanir urðu á framleiðslunni í fyrra, þegar slökkva þurfti á einum af þremur kerskálum verksmiðjunnar í sumar.

Morgunblaðið hefur eftir Bjarna Má Gylfasyni upplýsingafulltrúa Rio Tinto í Straumsvík að ákvörðunin sé tekin vegna erfiðrar stöðu á álmörkuðum erlendis. Þá herma heimildir Morgunblaðsins að stjórnvöld hafi verið upplýst um stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×