Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 16:30 Umræddar niðurstöður komu vísindamönnum á óvart. Unsplash/Cassie Matias Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt. Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt.
Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Innlent Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Innlent Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Fleiri fréttir Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Sjá meira
Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent