Ný rannsókn á plastmagni á Suðurskautslandinu veldur áhyggjum Eiður Þór Árnason skrifar 25. janúar 2020 16:30 Umræddar niðurstöður komu vísindamönnum á óvart. Unsplash/Cassie Matias Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt. Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Hundruð plastagna finnast nú í hverjum lítra af sjó á Suðurskautslandinu ef marka má niðurstöður vísindamanna. Þetta er í fyrsta skipti sem tilraun hefur verið gerð til þess að mæla hversu mikið plast hefur ratað í þessa annars frekar ósnortnu heimsálfu. Hópur alþjóðlegra vísindamanna um borð í breska rannsóknarskipinu James Clark Ross hefur undanfarið tekið sjósýni víða á svæðinu á mismikilli dýpt og dælt í gegnum örfínar síur. Kom vísindamönnum á óvart Niðurstöðurnar hafa vakið mikla athygli og mátti til að mynda sjá plasttrefjar og örplastsagnir með berum augum í sýni sem var tekið úr yfirborðsvatni í Borgen flóa á Anverseyju. Undir smásjá komu síðan mun fleiri agnir í ljós. „Þarna finnst mun meira plast en ég reiknaði með að sjá. Fram að þessu nær það auðveldlega hundruð plastbrotum á hvern lítra af vatni, sem er mjög sorglegt í ljósi þess að staðirnir sem við erum að skoða eru tærir og ósnortnir,“ sagði Tristyn Garza, vísindamaður við Háskólann í Vestur-Flórída, í samtali við Sky News. Hún bætti við að þannig megi greinilega sjá merki um mannleg áhrif í álfunni þó hún hafi ekki reiknað með að verða vitni að því á svo ósnortnu svæði. Dreifist með sterkum hafstraumum Hópurinn varð einnig var við stærri plastbrot við rannsóknir sínar í álfunni og sást til að mynda eitt slíkt sem talið er að hafi eitt sinn verið hluti af flöskutappa. „Vandamálið með örplast er að það finnst ekki bara þar sem mikill fjöldi fólks býr. Það dreifist með hafstraumum. Það finnst á fjarlægum og ósnortnum slóðum. Þú getur meira að segja fundið það hér,“ sagði Julian Blumenroeder við Háskólann í Heidelberg í Þýskalandi. Sjávarlíffræðingurinn Dave Barnes, sem var einnig um borð í rannsóknarskipinu, sagði að enn mætti greina stigvaxandi aukningu í magni plasts í Suður-Atlantshafinu. Plastið hafi svo í auknum mæli flust með sterkum sjávarstraumum sem umlyki Suðurskautslandið. „Þetta er síðasti staðurinn sem við getum farið á þar sem kerfi eru enn náttúruleg.“ Hann hefur miklar áhyggjur af því hvaða áhrif plastið mun hafa á fæðuöflun hinna ýmsu lífvera á svæðinu sem eru margar hverjar þekktar fyrir að melta fæðu einstaklega hægt.
Suðurskautslandið Umhverfismál Tengdar fréttir Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47 Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30 Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30 Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent „Málið er fast“ Innlent Fleiri fréttir Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Sjá meira
Hjólbarðar uppspretta 75% örplasts á Íslandi Þá berst örplast helst til hafs með regnvatni af vegum og stéttum. 31. október 2019 14:47
Áform um auknar rannsóknir á plastmengun í hafinu við Ísland Engin markviss vöktun er með plastmengun í hafinu umhverfis Ísland. Mörg stór verkefni eru þó í bígerð, meðal annars í samstarfi við Norðurlönd. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hreinsun á skólpi gæti verið til mikilla bóta til að draga úr plastmengun. 3. mars 2019 20:30
Vilja efla baráttu gegn plastmengun í hafi: „Plastmengun þekkir ekki landamæri“ Umhverfisráðherrar Norðurlandanna samþykktu yfirlýsingu þar sem þeir kalla eftir nýjum sáttmála um baráttu gegn plastmengun í hafi 10. apríl 2019 13:30
Plastrusl finnst á botni dýpsta svæðis sjávar Bandaríkjamaðurinn Victor Vescovo fann plastrusl á botninum á dýpsta svæði sjávar, Maríanadjúpálnum í Kyrrahafinu, þegar hann kafaði þangað niður á dögunum. 13. maí 2019 22:57