Íslendingur en fær allt frítt í breska heilbrigðiskerfinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. janúar 2020 13:30 Halldóra Skúladóttir, markþjálfi. Stöð 2 „Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira
„Ég hef verið að glíma við alls konar heilsukvilla í gegnum árin, ég hef verið að glíma við mjaðmasjúkdóm síðan ég var krakki og er búin að fara í nokkrar aðgerðir síðan 2009,” segir Halldóra Skúladóttir markþjálfi sem flutti ásamt eiginmanni sínum og yngstu dóttur til Leeds á Englandi haustið 2015. Það sem kom henni í opna skjöldu á Englandi var hvernig hún gekk snurðulaust inn í breska heilbrigðiskerfið þegar bakverkir fór að þjaka hana svo illa að hún var að verða óvinnufær. Halldóra, Maríus Sigurjónsson eiginmaður hennar og dóttir þeirra Eyrún eru viðmælendur Lóu Pind Aldísardóttur í 7. þætti af „Hvar er best að búa?“ sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Skömmu áður en Lóa heimsótti þau í Leeds neyddist Halldóra til að hætta að vinna þegar bakverkir eftir bílslys fóru að ágerast mjög. Í myndskeiðinu sem hér fylgir lýsir Halldóra samskiptum sínum við breska heilbrigðiskerfið í samanburði við það íslenska. „Íslenskir læknar eru frábærir en viðmótið er einhvern veginn öðruvísi hér.“ Hjálpar fólki í sex löndum Þau hjónin, Halldóra og Maríus, voru árið 2015 komin á fimmtugsaldur og fannst þau föst í streituhring á Íslandi. Tvær af fjórum dætrum voru fluttar að heiman, ein var á leið til Bretlands sem au-pair og þá ákváðu þau að láta langþráðan draum um að flytja til útlanda rætast. Maríus fékk vinnu sem flugvirki hjá Jet 2 flugfélaginu en Halldóra vann við að þjálfa starfsfólk í heimaaðhlynningu og halda forvarnnámskeið fyrir fólk í áhættuhópi fyrir sykursýki - þar til hún neyddist til að hætta að vinna fyrir rúmu ári. Í dag eru Halldóra og Maríus flutt til Þýskalands, þar sem honum bauðst vinna á Frankfurt Hahn-flugvellinum. Halldóra hefur haldið áfram að sinna markþjálfun í gegnum netið og er núna að hjálpa fólki í sex mismunandi löndum, allt frá Norðurlöndunum til Amman í Jórdaníu. Auk þess heldur hún námskeið og fyrirlestra og stundar nám í lausnamiðaðri dáleiðslu- og sálmeðferð (Solution focused hypnotherapy and pshychotherapy) og í sumar setti hún vefsíðuna www.kvennarad.is í loftið með greinum og pistlum um hugarfar, hegðun og heilsu kvenna. Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti Halldóru, Maríus og Eyrúnu fyrir þáttaröðina „Hvar er best að búa?“ og sjá má afraksturinn í 7. þætti sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari átta þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Lúðvík Páll Lúðvíksson og klippingu annaðist Tumi Bjartur Valdimarsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands „Erfitt að koma í veg fyrir slæm samskipti ef fólk segir ekki frá“ Viðkvæmar viðræður, lausn Assange og næstu skref WikiLeaks Íslensk kjötsúpa eins og hún gerist best Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Egill og Thelma eiga von á sínu öðru barni Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar „En áttu ekki dóttur?“ Selena Gomez giftist Benny Blanco Krakkatían: Lestrarkeppni, flugumferð og leiksýning Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Sjá meira